Þrennt til að skoða

Sumt veit maður eða þykist vita þegar kemur að því að velja flugu á veiðistað. Hvort maður fer eftir því, er allt annað mál. Fyrir veiðiferðina er hægt að gaumgæfa í þaula allt þekkt skordýralíf í nágrenninu á pappír (eða á vefnum), kíkja í veiðibækur og vinsælar flugur sem skráðar eru víðsvegar og bera þetta allt saman við allar mögulegar flugur sem er að finna í boxunum. Hvaða pöddu hver fluga á að líkjast, á hvaða dýpi flugan veiðir best og allt þar fram eftir götunum.

Þó maður nái að mastera þetta allt áður en maður fer í veiði, þá er eins líklegt að allt klikki og maður leiti í einhverjar öruggar flugur sem alltaf hafa gefið. Það geta verið nokkrar ástæður fyrir þessum þekkta flótta í öruggu flugurnar, en það gæti hjálpað að hafa þrennt í huga þegar maður er mættur á staðinn og er enn að setja saman. Allt þetta ætti að framkvæmast á meðan maður gerir ekki neitt.

Þegar ég segi að gera ekkert, þá er það náttúrulega ekki alveg rétt, það sem ég á við er að láta enga handavinnu eða tiltekt trufla þig í 5 mínútur. Notaðu tímann til að horfa á vatnið, vatnsbakkana og settu þig síðan í stellingar að gerast skýjaglópur. Það sem þú sérð eða ekki á vatninu gefur þér vísbendingu um hvort fiskurinn sé í æti sem er á yfirborðinu, rétt undir því eða einhvers staðar dýpra.

Það sem þú getur séð á vatnsbakkanum er mögulega fullvaxta fluga eða annað skordýr sem á ættir að rekja til vatnsins. Þarna hrapa ég stundum niður í ómælisdýpi flautaþyrilsinns og gleymi því að þetta fullvaxta skorýr á bakkanum var bara púpa eða lirfa í vatninu.

Skýjaglópur

Skýjaglópurinn sér oft ýmislegt annað en það sem jarðbundu verurnar gera. Skýjaslæður sem stefna hraðbyri fyrir eða frá sólu geta breytt veðrinu á næstu mínútum og þá getur allt annað verið komið upp á teninginn heldur en var á meðan við töldum 5 mínúturnar niður. Bíddu og endurtaktu fyrstu tvö atriðin þegar veður hefur skipast í lofti.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com