Dauðahald

Það er alls ekki það sama að vera með dauðahald á línunni og geta haldið dauðahaldi í fiskinn. Dauðahald getur verið ákaflega dýrkeypt ef verðmæti er talið í fiskum.

Þegar ég heyrði fyrst þennan frasa, þá var ég hreint ekki viss um hvað um væri verið að ræða. Hélt helst að einhver hefði dottið útí og hefði haldið dauðahaldi í línuna á meðan hann flaut niður einhverjar ógnvekjandi flúðir stórfljóts í gruggugu vatni. Þegar frásögninni vatt fram, þá varð mér ljóst að það var verið að tala um öruggt grip veiðimanns á línu, mjög öruggt grip.

Dauðahaldið skiptist, að því er mér skilst, í tvær mismunandi syndir veiðimanns, þannig var frásögnin í það minnsta. Fyrst er að telja þá dauðsynd að veiðimaður bregði línunni um fingur sér á meðan hann rennir flugunni fyrir fisk. Mér hefur, satt best að segja aldrei dottið þetta í hug. Kannast að vísu við að halda nokkuð þétt við línuna, en aldrei hef ég brugðið henni um fingur eða hendina alla til að vera öruggur um að missa ekki af töku. Það þarf víst ekki að fara mörgum orðum um ókosti þessa, en ég ætla samt að gera það. Ef fiskur tekur þegar línan er föst fyrir, þá verður höggið væntanlega það sterkt að ekki verður fyrir neitt ráðið, ekkert svigrúm fyrir tilslakanir sem eru oftar en ekki nauðsynlegar þegar fiskur tekur.

Síðari syndin snýst víst um eitthvað sem ég þekki alveg í æsingi augnabliksins þegar stærsti fiskur dagsins hefur tekið fluguna. Þá á ég það alveg til að setja fast í bremsu eða því sem næst þannig að bremsudiskurinn fer að hitna allverulega, ég segi ekki að hann verði rauðglóandi, en hann getur hitað samt verulega og þegar ákveðnu hitastigi er náð, þá situr allt fast og fiskurinn skyndilega farinn eftir einn hnykk.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com