Stutt í hann

Það kemur að vísu ekki oft fyrir að fiskurinn tekur svo á rás meðfram bakkanum að ég verð að færa mig hratt eða töluvert úr stað til að elta hann, en það hefur þó komið fyrir. Trúlega er þetta algengara vandamál þar sem er straumur, enda hef ég séð nokkra veiðimenn taka á ótrúlega spretti undan straumi, yfir holt og hæði, sandfláka og drullufen til að elta fisk sem ekki vill koma alveg strax að landi.

Það skiptir víst töluverðu máli að vera rétt staðsettur miðað við fiskinn þegar hann tekur, sem aftur á móti getur verið hægara sagt en gert þegar maður hefur þanið köstin eitthvað langt út í buskann og fiskurinn tekið fluguna þarna einhversstaðar úti.

Eitt sinn átti ég spjall við veiðimann sem var öllum hnútum kunnugur, hefur eflaust fundið upp nokkra hnúta sjálfur og eyðir mörgum, mörgum dögum við ár og læki á hverju sumri. Það er ekkert leyndarmál að þessi veiðimaður gerir ekkert mikinn greinamun á 50° og 50%, fimmtíu eitthvað segir hann gjarnan og hlær þegar maður hváir. Þessar fimmtíu eitthvað er stefnan sem hann veiðir í út frá bakkanum, sagði hann mér þegar ég leitaði ráða í straumvatni.

Það var sem sagt ekki bara ruglingur á gráðum og prósentum hjá þessum góða manni, því í hans huga er 100% bein lína, 50% hornrétt.

Þegar ég hafði loksins náð áttum á þessari prósentu hornafræði viðkomandi, þá fékkst botn í veiðiaðferðina. Fram að þessu hefur hún einfaldlega kallast að þverkasta, þ.e. að kasta beint út frá bakkanum og flestir leyfa flugunni að fljóta með straumnum í einhverjar gráður (eða prósentur) þar til dregið er inn.

Það gerði þessi góði maður aftur á móti ekki, hann kastaði þvert á strauminn og tók síðan skref til hliðar með strauminum eftir því hvar flugan var staðsett. Þetta þótti mér merkilegt og spurði um ástæðuna. Jú, ofur einfalt, með þessu móti var alltaf stutt í fiskinn til að draga hann að landi. Ég vogaði mér ekki að nefna þá staðreynd að við inndrátt styttist í línunni og þá skiptir engu máli undir hvaða horni dregið er inn, en þessa aðferð hafði hann vanið sig á og ég voga mér ekki að efast um gildi hennar því á hverju sumri liggja hundruðir fiska eftir í hans dagbók. Hann hafði rekist á þetta í góðri bók fyrir áratugum síðan og þótt merkilegt, tekið mark á og stundað síðan.

Hvort einhver hafi lært eitthvað af því að lesa þessa greinar, það er óvíst enda ekki allt sem maður les á sunnudagsmorgni á netinu fallið til þess að læra af.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com