Fagnaður verður að flasi

Stundum er fögnuðurinn svo mikill hjá manni að hann verður til þess að maður fær hann beint í flasið á sjálfum sér. Jú, enn einn orðaleikurinn og í þetta skiptið upp úr tveimur orðasamböndum; Ekki er flas til fagnaðar og Ganga beint í flasið á honum.

Það er svo sem umdeilt hvort urriði sé í eðli sínu árásargjarn en eitt er víst, hann er óðalsfiskur og verndar sitt svæði með því að ráðast að aðsteðjandi ógn. Hitt er svo ekki alveg eins víst hvers vegna urriðinn á það til að synda í áttina að þér þegar hann hefur tekið fluguna þína, sem er víst raunin í meira en helmingi tilfella og þá getur fögnuður yfir töku snúist upp í flas á veiðimanni.

Þegar svona ber undir, þá eru viðbrögð veiðimanna ekki öll á sama veg. Sumir keppast við að draga línuna inn þannig að ekki myndist of mikill slaki á henni, nokkuð sem reyndir urriðar hafa lært að er góð leið til að losa um fluguna, hrækja henni út úr sér og synda burt með sporðinn hálfann upp úr í líki ónefnds putta. Aðrir veiðimenn taka upp á því að vinda upp á sig, snúa stönginni aftur fyrir hnakka og reyna þannig að taka slakann af línunni. Þegar ég sá slíkar aðfarðir eitt sinn heyrðist afskaplega þurrt (svo þurrt að þerripappír hefði molnað) Good luck frá félaga hans á bakkanum.

Af þessum tveimur kostum, þá er væntanlega farsælla að temja sér að draga línuna inn í snarhasti og halda þannig við fiskinn sem í ólund sinni stefnir beint á þig.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com