Tengja línu við undirlínu

Ég hef í gegnum tíðina séð ýmsar aðferðir veiðimanna við að tengja línu við undirlínu. Sumir hverjir nota einhverja samsuðu af hnútum, ég notaði alltaf Albright hnútinn og var alveg sáttur, þangað til eitthvað fór úrskeiðis sem ég raunar skrifað á minn reikning. Þannig er að ef Albright er ekki rétt gerður og vandað til verksins, þá getur hann auðveldlega sært línuna þannig að hann strippar kápuna af og skilur kjarna línunnar eftir berann. Í verstu tilfellunum getur hann tekið upp á því að renna niður af línunni þannig að allt leiki laust þegar á reynir.

Eftir eigin aulaskap minn fór ég að útbúa fasta lykkju á undirlínuna sem var nægjanlega stór þannig að ég gæti smeygt henni yfir fluguhjólið. Að sama skapi setti ég lykkju, mun nettari, á flugulínuna ef hún var þá ekki soðinn á frá framleiðanda. Þegar lína og undirlína eru tengdar saman með þessum hætti, þá er auðvelt að skipta um línu eða undirlínu þegar önnur hvort hefur runnið sitt skeið. Sumir hverjir húkka línunni meira að segja af undirlínunni þegar þeir baða hana í volgu vatni áður en þeir ganga frá í lok tímabilsins, sem er einmitt núna um þessar mundir. Það er e.t.v. góður tími núna til að gera hvort tveggja; þrífa línuna og tengja hana með lykkju í lykkju við undirlínuna?

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com