Flýtileiðir

Ferðabakgrunnur

Fyrir einhverjum árum síðan benti ég hér á kosti þess að vera með ljósan, helst mattan bakgrunn þegar maður situr við fluguhnýtingar. Það kemur víst fyrir að hnýtingaraðstaðan sé ekki alveg eins snyrtileg og efni standa til, ýmislegt efni liggur á víð og dreif fyrir aftan þvinguna þannig að bakgrunnur flugunnar sem maður er að hnýta er oft svolítið óreiðukenndur.

Nú er það svo að margur hnýtarinn flakkar með græjurnar sínar, skreppur á hnýtingakvöld annað slagið eða grípur græjurnar með sér upp í bústað og þá er ekki gott að taka með sér of mikið af dóti.

Með því að líma smá segul á bakið á möttu pappaspjaldi, t.d. baksíðu úr minnisblokk eða sambærilegu, þá má smella þessum bakgrunni á svo til allt í grennd við þvinguna ef hún er ekki útbúinn pinna eins og mín þannig að ég læt mér nægja að vera með litla klemmu í hnýtingartöskunni. Franskur rennilás sem límdur er á pappaspjald kemur að svipuðu gagni þannig að það má tylla spjaldinu þar sem hentar.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com