Stórar flugur, stórir …

Hver hefur ekki heyrt Stórar flugur, stórir fiskar? Ég í það minnsta fæ að heyra þetta reglulega frá góðum vini mínum þegar hann virðist hafa misst alla trú á litlum flugum eða langar orðið í fisk, helst stóran. Svo eru þeir til sem segja þetta reglulega án sérstaks tilefnis, einfaldlega vegna þess að hér um árið hafði viðkomandi reynt við þann stóra með öllum flugum í boxinu og ekkert orðið ágengt. Það var ekki fyrr en stærsta flugan fór undir að fiskurinn brást við og tók.

Alveg burtséð frá því hvort stórar flugur veiði stóra fiska eða ekki, þá eru nokkur atriði sem eru oft fylgja þessum stóru flugum sem vert er að gefa gaum. Eitt af því er þyngd þeirra flugna sem hnýtarar setja saman og efnisvalið í flugurnar. Ég er svolítið með ákveðna tegund flugna í huga þegar ég velti þessu fyrir mér og reyni að koma í orð; flugur sem innihalda náttúrulegt hár eins og t.d. zonker flugur. Eins og nærri má geta þá er þurr zonker í þvingu ekkert sérstaklega þungur og því sér maður oftar en ekki að lokahnykkur flugunnar er ekki endahnúturinn heldur málm hjálmur sem er vel við vöxt. Hugsunin á bak við þetta er vitaskuld að koma flugunni niður í vatnið og það er vert að hafa í huga ef veiða skal straumharða á þar sem sá stóri liggur á botninum.

En það læðist stundum að manni sá grunur að þegar flugan er kominn niður í vatnið og skinnið hefur náð að blotna í gegn, þá verði flugna eitthvað aðeins þyngri en til stóð og þegar fyrsta inndrætti er lokið, þá vandast málið. Ég las það einhvers staðar (finn því miður ekki viðkomandi grein til að vísa í hana) að góður zonker sem hnýttur er úr kanínu eða minkaskinni geti auðveldlega tvöfaldað þyngd sína þegar skinnið hefur blotnað. Ef sú þyngdaraukning bætist við níðþungann skullhead sem prýðir fluguna, þá getur heildarþyngdin beinlínis orðið lífhættulegt fyrir nærstadda þegar lagt er af stað í næsta kast, sérstaklega stöngina sem á að geyma aflið sem þessi þyngd felur í sér.

Til að ráða bót á þessu er þrennt í stöðunni. Fyrir það fyrsta, þá er hægt að velja stærri (þyngri) stöng sem ræður örugglega við þessa þyngd. Í annan stað er hægt að nota gerviefni í fluguna í stað náttúrulegs hárs, gerviefni hrindir frekar frá sér vatni, en síðast en ekki síst er hægt að nota léttan hjálm úr sílikon í stað skullhead úr málmi til að ganga frá flugunni ef þú vilt endilega hafa á henni kjaft og glyrnur.

Mynd tengist færslu aðeins lauslega

Kveikjan að þessum hugleiðingum mínum er fluga sem ég fann á bökkum veiðivatns í sumar sem leið. Ég hef enn ekki fundið krók í mínum fórum sem passar við þessa flugu, en reglustikan mín segir að heildarlengd hárlufsunnar sé 16 sm og þá er hausinn á flugunni ekki meðtalinn. Það hvarflaði að mér að hin óheppni veiðimaður sem týndi þessari flugu, hafi mögulega gert það viljandi, búinn að fá nóg af þyngd hennar og erfiðleikum að koma henni skammlaust út á vatnið.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.