Flýtileiðir

Stutta strippið

Mér finnst ekkert leiðinlegra að strippa skrautlega straumflugu heldur en næsta manni, í það minnsta flestum veiðimönnum. Jú, ég trúið því alveg að það séu til veiðimenn sem elska það eitt að draga fluguna alveg löturhægt, en sorrý, þið eruð ekki umfjöllunarefnið í þessari grein, eða hvað?

Það mætti halda að ég hafi ekkert annað að gera en vafra um á netinu og lesa veiðiblogg, en það er ekki satt, ég les líka töluvert af greinum um vötn og dýralíf. Það var einmitt ein slík sem rifjaðist upp fyrir mér í sumar sem leið þegar ég óð yfir grynningar í vatni þar sem urmull af hornsílum syntu um. Dýpi vatnsins var ekki meira en svo að ég sá vel til botns og gat fylgst með atferli þeirra og í fyrstu koma það mér á óvart að þau voru ekkert svo stygg, syntu bara þarna á milli lappanna á mér og létu sér fátt um finnast. Annað slagið kom þó einhver styggð að þeim og þau tóku á sundsprett.

Hornsíli

Þegar ég horfði þarna á þau þá fór ég að líta í eigin barm. Jú, þarna voru festar nokkrar flugur sem gátu alveg átt við stærð og litarhaft þessara hornsíla en þegar mér varð litið á hendur mínar, þá skaut annarri hugsun niður í kollinn á mér. Það var þessi grein frá Kanada um atferli hornsíla sem ég las fyrir margt löngu síðan. Eflaust var margt merkilegt í þessari grein, en það sem ég man helst var að höfundur hennar fullyrti að sundsprettur hornsíla væri töluvert styttri heldur en veiðimenn virðast halda, sérstaklega þegar heitt er í veðri.

Hornsílin sem ég fylgdist með voru hreint ekkert að taka löng sundtök, miklu frekar á rólegu dóli án sýnilegra kippa. Þegar styggð komst að þeim, hvort sem það var vegna mín eða einhvers annars, þá voru þetta stuttir kippir, ekki nema 2 til 5 sm í hvert skipti með miklu lengri pásum heldur ég hef vanið mig á að taka í inndrætti. Svo ég vísi nú aftur í þessa grein sem ég las, þá nefndi höfundur hennar mini-strip sem miklu vænlegri inndrátt heldur en þennan 1 – 2 feta sem margir nota. Það sem hann kallaði mini-strip var ekki nema 1 til 2 tommur, jafnvel styttra og með töluverðum pásum á milli.

Það var raunar ekki fyrr en nokkru síðar að mér gafst færi á að prófa þetta stutta stripp og viti menn, það hljóp alveg ágætur 4 pundari á hjá mér eftir að ég hafði verið að hamast með mitt venjulega, lengra og hraðara stripp í þó nokkurn tíma án árangurs. Nú skal alveg ósagt látið hvort ég hafi einfaldlega verið heppinn eða stutta strippið hafi verið meira í ætt við það sem hornsílið ástundaði.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com