Flýtileiðir

Hausverkur af hnýtingum

Það flokkast undir almenna skynsemi að sitja rétt við hnýtingarnar, vera á góðum stól og sitja beinn í baki, þetta segir sig sjálft og þarf ekki að tyggja aftur og aftur, eða hvað?

Þeir heyra til undantekninga, hnýtararnir sem ég sé á vetrum sem sitja rétt. Jú, flestir þeirra sitja beinir í baki og passa upp á líkamsstöðuna, alveg upp í háls. Þá tekur annað við, því eftir smá stund sér maður þegar höfuðið fer að síga fram á við og það er ekki vegna þess að það er fullt af hugmyndum að flottum flugum.

Ef hnýtingarþvingan er ekki nægjanlega hátt staðsett fyrir framan þig, þá er ekki von á öðru en höfuðið á þér fari að halla fram á við eftir smá tíma. Það er misjafnt hvað hverjum og einum þykir heppileg hæð á þvingunni, en sjálfur er ég kominn með þvinguna undir handarkrikana í hæð og finn mikinn mun á úthaldinu og er alls ekki eins stífur í hnakkanum og áður.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com