Flýtileiðir

Er ódýrara að hnýta sjálfur?

Þetta er spurning sem ég hef fengið í nokkur skipti, sérstaklega eftir að einhver hefur fengið að gægjast í fluguboxin mín. Tvímælalaust getur það verið ódýrara að hnýta sínar flugur sjálfur. Hérna er lykilorðið getur því þegar allt er talið og áhuginn á fluguhnýtingum kominn á fullt, þá er örugglega ódýrara að kaupa flugurnar sínar úti í næstu búð eða taka sjensinn og panta þær á netinu frá einhverju fjarlægu heimshorni.

Flestir byrja sínar fluguhnýtingar til að spara aurinn og það er alveg hægt ef þú notar tiltölulega fáar tegundir flugna sem kalla ekki á mikið úrval hnýtingarefnis. Ég þekki marga slíka veiðimenn og þeir hafa masterað fáar og pottþéttar flugur sem þeir hnýta og nýta. Ef þá langar að prófa einhverja nýja flugu, þá kaupa þeir nokkur eintök og sjá svo til hvor þeir bæti því hnýtingarefni við í safnið ef það er þá ekki þegar til.

En hjá þeim sem hnýtingarnar eru komnar út í hreint og beint áhugamál og afþreyingu, þá getur kostnaðurinn á hverja flugu orðið verulegur, ef kaupa þarf sérstakt efni í hverja eina og einustu sem mönnum dettur í hug að prófa. Þegar allt kemur þó til alls, þá stendur það eftir að áhugamálið fluguhnýtingar er langt því frá að vera dýrt áhugamál, því með tímanum eignast menn efni í nær allar flugur sem hugsast getur. Verst er þetta framboð af nýju hnýtingarefni sem er alltaf hreint að koma fram.

Sem áhugamál eru fluguhnýtingar náttúrulega bara hrein og bein skemmtun sem nær langt út fyrir hnýtingarþvinguna, fljótlega eru hnýtarar orðnir meðlimir í hinum og þessum hópum á samfélagsmiðlum, lagstir í Pinterest vafr í tíma og ótíma og þar fram eftir götunum. Það er náttúrulega þekkt að forfallnir veiðimenn eyði töluverðum tíma utan hefðbundins veiðitíma í að hnýta flugur, æsa þannig sjálfa sig upp í eftirvæntingu og margir hverjir standa upp frá hnýtingum að vori með fullt, fullt af flugum sem á að prófa yfir sumarið. Þessi frómu áform eiga ekkert endilega eitthvað sammerkt með efndum, því margar þessara flugna týnast í glatkistu fluguboxanna og eru aldrei prófaðar.

Hnýtarar geta þó í það minnsta huggað sig við einn stærsta ávinning eigin hnýtinga, þeir eiga flugu sem er nákvæmlega eins og þá langaði í, svona yfirleitt.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com