Flýtileiðir

Skemmtileg spurning

Fyrir mörgum er það að tala um hnýtingarþvingur svipað og að tala um barnið sitt eða bílinn, svo ég tali nú ekki um veiðistangir. Það er fátt betra í heiminum og sumir hverjir skilja bara alls ekki hvers vegna allir eiga ekki jafn dásamlegt barn, pottþéttan bíl eða frábæra hnýtingarþvingu eins og þeir sjálfir.

Um daginn fékk ég mjög skemmtilega spurningu frá fluguhnýtara sem var að spá í að endurnýja hnýtingarþvinguna sína. Mér skildist að hann hefði um árabil notað sömu þvinguna og verið afar sáttur, en nú langaði hann í eða þyrfti nýja þvingu og hafði augastað á eins þvingu og ég nota lang oftast. Spurninginn byrjaði á orðunum; getur þú sagt mér gallana við þvinguna þína? Mér fannst þetta frábær byrjun og sagði honum hreinskilningslega af þeim eina galla sem ég varð var við í upphafi, sem ég reyndar lagfærði með einni skinnu undir skrúfu og málið var dautt.

Hefði hann byrjað á að spyrja mig um alla kosti þvingunnar, þá hefði ég trúlega fallið í sömu gryfju og margir aðrir sem spurðir eru álits á dótinu sínu. Þess í stað naut ég þess að standa með báða fæturna á barmi gryfjunnar sem svo margir hafa fallið í sem eiga bestu og flottustu þvingu sem framleidd hefur verið og þóttist geta svarað af fullri hreinskilni.

Þvingan hans Lefty

En það hafa ekki allir verið jafn ánægðir með sínar þvingur. Einhverju sinni varð Lefty Kreh svo pirraður á lélegum kjöftum hnýtingarþvinga, að hann beinlínis sauð saman sína eigin þvingu til að geta hnýtt stærri flugur en einhverjar títlur á krók #14. Ég hef stundum sagt að það séu forréttindi að hafa greinst jákvæður af veiði- og flugubakteríunni því það er svo margt misjafnt sem er fullkomlega rétt og eiginlega ekkert rangt í þessari dellu. Veiðimenn njóta þess að þurfa ekki að vera sammála um allt milli himins og jarðar, síst af öllu það sem á við veiði og flugur. Ég vona að umsögn mín um daginn standist og eigi jafn vel við kunningja minn eins og þvingan á við mig, allt snýst þetta jú um að finna það sem manni hentar best.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com