Flýtileiðir

Salsa, nan og kebari

Hver þekkir ekki salsa sósu, nan brauð og hotsauce sósu? Öll eru þetta erlend orð sem hafa fengið óþarfa íslenskt viðskeyti því salsa þýðir einfaldlega sósa, nan þýðir brauð og hotsauce er náttúrulega bara sterk sósa. Sahara eyðimörkin er trúlega þurrasti partur eyðimerkurinnar fyrst við þurfum að tvítaka orðið eyðimörk og á hinum endanum er Avon áin trúlega blautasti partur Avon sem er velska sem þýðir einfaldlega á. Það gæti verið skemmtilegt að velta öllum þessum óþarfa viðskeytum fyrir sér með bolla af hinu Indverska Chai tei í hönd.

Auðvitað er þetta allt eitthvað bull í byrjun greinar, en kveikjan að þessu var ákveðin vandi með þýðingu á japönskum orðum sem ég upplifði í vetur. Ég var sem sagt að fara yfir nokkrar greinar um garnflugur og þar rakst ég á lýsingu á japanskri flugu sem mér þótti áhugaverð. Ég lagðist í smá gúggl og þær niðurstöður voru svolítið á ská og skjön miðað við það sem ég lagði upp með. Vestur í Ameríku hafa áhugamenn um japanskar veiðiaðferðir farið nokkuð frjálslega með þýðingar og mögulega ekki gert sér grein fyrir uppruna og merkingu þeirra orða sem notuðu. Ástæða þess að ég set þetta hér í orð er einfaldlega fyrir þá nörda sem mögulega eru haldnir sóttinni á jafn háu stigi og ég og vilja kynna sér gamlar japanskar veiðiflugur eða síðari tíma útfærslur.

Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að japanska orðið ke þýði hár og japanska orðið bari þýði öngull. Samsett myndar þetta orð það sem við köllum veiðifluga (jp: kebari) sem eitt og sér er mjög áhugavert að setja inn í Google.

Sakasa Kebari er fluga sem er eins og margar aðrar japanskar flugur skrýdd hringvafi. Japanska orðið sakasa þýðir á hvolfi eða öfugt. Þetta vita hreint ekki allir sem nefna flugurnar sínar eitthvað sakasa, sama hvort hringvafið vísi fram eins og japanskri flugu eða aftur eins og á votflugu.

Sekasa Kebari er að öllum líkindum ekki upprunalegt japanskt heiti á ákveðinni gerð flugna, en nær samt skemmtilega byggingu hennar; mjóslegin fluga sem sekkur hratt því japanska orðið sekasa útleggst víst sem; drífðu þig á íslensku.

Svona rétt í lokinn; varst þú búinn að fatta þetta með teið? Chai er hindí og þýðir einfaldlega te.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com