Flýtileiðir

Spænska rótin

Aðstæður til fluguveiði eru mismunandi og það upplifðu Spánverjar fljótlega þegar allir byrjuðu á því að prófa Pólsku, Tékknesku og Frönsku stuttlínu tæknina.

Eins og fram hefur komið í þessum stuttu pistlum um mismunandi rætur Euro Nymphing, þá henta framangreindar uppsetningar á taum ekkert sérstaklega vel þegar vatnið er dýpra en 6 fet og rennur hægt. Þetta vissu veiðimenn á Spáni sem þekkja ljónstyggan fisk hálendisins á Spáni þar sem fjarlægð veiðimanns frá fiski þarf að vera u.þ.b. 30 fet ef hann ekki að styggjast. Ein leið til að vinna bug á þessu er að nota taum sem er 25 fet eða lengri, en þá reynir heldur betur á kasttæknina.

Almennt eru Spænskir taumar nær 15 fetum, þessir ógnarlöngu 30 feta taumar eru frekar undantekning.

eru 10 – 20 fet af 4X glæru taumaefni sem tengd eru flugulínunni.

eru 2 – 3 fet af 5X glæru fluorocarbon taumaefni.

er 1 fet af 5X ljómandi / marglitu fluorocarbon taumaefni, tökuvarinn.

eru 2 – 3 fet af 5X glæru fluorocarbon taumaefni.

Það sem vekur athygli við þennan taum er að hann er nánast í level frá byrjun til enda, þ.e. hann byrjar í 4X sverleika og enda í 5X. En þetta er vitaskuld aðeins ein útfærsla hans og það kæmi mér ekkert á óvart að útfærslurnar séu nærri eins margar og sprænurnar á Spáni eru, ef það segir einhverju eitthvað.

Í ákveðinni útfærslu þessa taums sem ég rakst á var notaður kónískur taumur í hluta í mismunandi lengdum eftir því hver heildarlengd taumsins átti að vera. Fyrir 18 feta taum var byrjað á 9 feta kónískum 4X taum og fyrir 21 feta var byrjað á 15 feta kónískum af sama sverleika. Það fylgir sögunni að vilji menn veiða afleggjara á svona taum, þá sé farsælast að festa hann við samsetningu hluta og þannig að tökuvarinn sé því sem næst yfir ofan yfirborðið.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com