Flýtileiðir

Franska rótin

Það verður nú ekki af Frökkum skafið að þeir eru slyngir veiðimenn, annars væru þeir ekki áttfaldir heimsmeistarar í fluguveiði. Á tímaskala Euro Nymphing, þá komu Frakkar sterkir inn um síðustu aldamót í kjölfar Pólverja og Tékka sem höfðu nánast einokað verðlaunasæti fram að þeim tíma. Frakkar, rétt eins og aðrir Evrópubúar höfðu fiktað við þessa aðferð, þ.e. að veiða með löngum taum eingöngu, en það var ekki fyrr en þeir léttu alla uppsetninguna að þeir slógu í gegn.

Það kann að hljóma sem öfugmæli að segja að Frakkar hafi létt uppsetninguna frá því sem áður þekktist því þeir hurfu aftur til Pólvera og notuðu tiltölulega langan part af venjulegu og sveru taumaefni til að tengja við flugulínuna.

eru 6 fet af 0X glæru taumaefni sem tengd eru hefðbundinni flugulínu.

eru 3 fet af 2X ljómandi eða lituðu taumaefni sem virkar þá sem tökuvari.

eru 2 fet af 4X glæru fluorocarbon taumaefni.

eru 5 fet af 5X glæru fluorocarbon taumaefni.

eru 3 – 5 fet af 6X (eða grennra) glæru fluorocarbon taumaefni sem fest er í þyngri flugu uppsetningarinnar.

eru 3 – 5 fet af 6X (eða grennra) glæru fluorocarbon taumaefni sem fest er í léttari flugu, jafnvel þurrflugu.

Þar sem Franski taumurinn er töluvert lengri heldur bræður hans austan járntjaldsins, þá hentar þessi uppsetning  sérstaklega vel fyrir s.k. örflugur (e: micro nymphs) í stærðum #12 og niður í #20. Lengd afleggjara er yfirleitt höfð tvöföld eða meira, en dýpt vatnsins sem veiða skal.

Það er víst ekki óalgengt að Frakkar lengi hluta allverulega þannig að heildarlengd taumsins geti verið allt að 24 fetum, sem gefur þeim töluvert forskot í andstreymisveiði, borið saman við Pólska og Tékkneska tauma.

Á síðari þróunarstigum Franska taumsins tóku menn upp á því að vefja ljómandi / marglita taumaefnið þétt um t.d. penna þannig að það varð að gormi. Tilgangur þessa er að auka sýnileika tökuvarans og það virðist virka, til skamms tíma. Taumaefnið réttir að vísu úr sér og því þarf að endurtaka gormunina reglulega þegar lengi er veitt. Þessi útfærsla hefur gengið undir nafninu French Coil eða French Slinky.

Franska aðferðin hentar einna best í hægari straum, grunnu vatni (3 fet eða grynnra) og þar sem fiskur er tiltölulega styggur, að sögn. Önnur sögn segir að Franski uppsetningin hafi ekki náð mikilli útbreiðslu, hvað þá hylli veiðimanna vegna þess að hún krefst mikillar leikni sem hreint ekki mörgum veiðimönnum tókst að ná tökum á. En, hún virkar greinilega því hún færði Frökkum marga titla í liða- og einstaklingskeppnum í fluguveiði.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com