Flýtileiðir

Tékkneska rótin

Rétt fyrir 1990 höfðu Tékkar svo fínússað Pólsku rótina að Euro Nymphing að það var réttlætanlegt að þeir nefndu aðferðina Czech nymphing. Raunar hafði þeim orðið vel ágengt árið 1985 með frumútgáfu sína þegar þeir hrepptu annað sætið í meistarakeppninni í Póllandi, fast á hæla heimamanna. Ári síðar náðu Tékkar toppsætinu þegar Slavoj Svobota hlaut heimsmeistaratitilinn í Belgíu. Á þessum árum var ekki óalgengt að Pólvejar og Tékkar skiptust á um að taka fyrsta sæti einstaklinga og landsliða í alþjóðlegum mótum.

Tékkneski taumurinn er í nokkru frábrugðinn þeim Pólska. Efsti partur taumsins hefur horfið og litað taumaefni tengt beint við flugulínuna og leiðarinn hafður töluvert langur og afleggjarar festir beint á hann. Ég þori ekki að fullyrða það, upplýsingar á netinu nokkuð misvísandi, en því hefur verið haldið fram að Tékkar hafi verið þeir fyrstu til að setja tippahring (e: tippet ring) á milli parta á taumi, í þessu tilfelli á milli hluta og .

eru 1 – 2 fet af 1X ljómandi / marglitu taumaefni sem tengt er flugulínunni, tökuvarinn.

eru 6 – 10 fet fet af 3X glæru fluorocarbon taumaefni, s.k. leiðari.

er valkvæður afleggjari úr allt að 5 fetum af 4X (eða grennra) glæru fluorocarbon taumaefni fyrir næst þyngstu fluguna í uppsetningunni.

er 5 – 7 feta afleggjari úr 4X (eða grennra) glæru fluorocarbon sem ætlaður er þyngstu flugunni í uppsetningunni.

eru allt að 5 fet af sama efni og í og og er ætlað léttustu flugunni í uppsetningunni.

Það sem Tékkar gerðu til að fullkomna sína aðferð umfram Pólvera var að koma fram með nokkrar byltingakenndar aðferðir og útfærslur á flugum. Nú verða lesendur að setja sig aðeins í spor hnýtara í Tékklandi árið 1988, skömmu fyrir Flauelsbyltinguna í árslok 1989. Hráefni til fluguhnýta var af skornum skammti á þessum árum og fyrstu flugurnar sem kenndar hafa verið við Tékknesku rótina voru gerðar úr fábrotnum hráefnum sem voru auðfáanleg; þvottasvampur, hrosshár, sælgætisbréf og ýmsar trefjar úr náttúrunni. Oftast voru þetta eftirlíkingar vorflugulirfa og svipaðra flugna, þyngdar með óræðum efnum og ekkert endilega með kúluhaus. Fljótlega mátti þó sjá ákveðin einkenni þessara flugna, þær voru með sléttara yfirborð heldur en þær Pólsku, gjarnan lakkaðar í drep til að vernda lélegt hráefni og sérlega grannar. Þegar hefðbundin hráefni urðu algengari upp úr 1995 tóku þessar flugur stökkið í átt að þeim sem við þekkjum í dag.

Raunar var alls ekki allt bölvað við þetta haftatímabil fluguhnýtingaefna í Tékklandi. Tékkar eru úrræðagóðir og á þessum tíma tóku margir sig til og fundu einfaldar lausnir á hráefnaskortinum, t.d. að framleiða efnið sjálfir úr afgöngum úr nálægum verksmiðjum og endurnýta ýmislegt úr daglegu lífi. Þeir leynast víða Skoda bílarnir á taumum enn þann dag í dag í einni eða annarri mynd og enn sjáum við rauðrassa flugur með fíngerðan þvottasvamp í eftirdragi.

Tékkneska rótin, rétt eins og sú Pólska, hentar vel til veiða í straumhörðum ám og lækjum. Aðferðin, taktíkin er nær sú saman og ef eitthvað er, þá hentar taumurinn jafnvel betur í meira vatni heldur en sá Pólski. Dýpt vatnsins var enn vandamál og það var ekki leyst fyrr en Spánverjar komu til sögunnar með sína útfærslu. Það segja mér gáfumenn að Tékkneski taumurinn henti einna best til veiða í 2ja til 6 feta djúpu vatni og vösum (e: pocket) þar sem veiðimaðurinn þarf að koma flugunni vel niður á skömmum tíma og hefur til þess tiltölulega lítið svigrúm.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com