Evrópska aðferðin

Eins og fram hefur komið hér á síðunni, þá er Euro Nymphing samheiti yfir nokkrar aðferðir við stuttlínu veiði sem eiga það sammerkt að eiga ættir að rekja til Póllands, ég kem að því síðar. Flestar þessar aðferðir eiga það sameiginlegt að þurfa afskaplega lítið á flugulínunni að halda, en það er betra að hafa eitthvað uppá að hlaupa ef fiskurinn tekur og tekur á rás. Hvort það er undir- eða flugulína sem veiðimaðurinn hefur í bakhöndina skiptir að margra mati ekki höfuð máli, því um eiginlegt flugukast er ekki að ræða.

Kastið er sjaldnast lengra en 10 – 15 fet og að því leitinu til og hvað aðferðina varðar, þá minnir hún glettilega mikið á Tenkara. Já, bara svo ég gleymi því ekki, þá er taumaendinn yfirleitt hafður úr fluorocarbon þannig að ekkert hægi á ferð flugunnar niður í vatnsbolinn. Með rennandi vatni og ekki meira úti en 12 – 15 fet gefst ekki langur tími til að koma flugunni niður og því skal öllum brögðum beitt.

Þegar kemur að því að kasta flugunni, þá getur málið vandast örlítið þar sem þú ert ekki með neina flugulínu úti til að hlaða stöngina. Þú þarft fyrst og fremst að beita meiri kröftum en í venjulegu flugukasti til að ná flugunni út. Ekki skemmir að flippa úlnliðnum snaggaralega í kastinu til að auka á hröðunina í framkastinu. Vitaskuld hjálpar það til að flugurnar eru nokkuð þyngdar og ekki mikið vigt í tauminum, þannig að flestir eru snöggir að komast upp á lagið með kastið.

Þegar flugan er komin í vatnið, þá er stöngin haldið tiltölulega hátt og beint út og notuð til að stilla dýptina sem veiða á. Stangartoppurinn er síðan færður yfir vatnsborðinu með sama hraða og straumurinn þannig að flugan hreyfist með eðlilegum hraða. Það getur tekið nokkrar tilraunir að ná nákvæmlega réttum hraða á fluguna m.v. straum því toppurinn ætti alltaf að vera beint yfir flugunni. Ef hann er á undan henni, þá ertu að draga fluguna of hratt. Ef þú ert á eftir flugunni þá missir þú trúlega af fiskinum.

Ef ég man nú allt sem mér var sagt á Euro námskeiðinu s.l. vor, þá á maður að bregðast við minnsta grun um töku. Málið er að með svona beinni tengingu við fluguna þá eru miklu meiri líkur á að finna fyrir þessum 80% af narti fisksins sem maður annars missir af í hefðbundinni fluguveiði.

Þá er bara spurningin hvort ég sé að gleyma einhverju sem var dælt í mig s.l. vor? Eflaust, en þá gæti alveg verið að næstu greinar fylli þar inn í.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com