Flýtileiðir

Euro

Nei, mér dettur ekki í hug að blanda mér í umræðu um upptöku evrunnar, einhliða, tvíhliða eða á nokkurn annan máta. Ég hef ekki hundsvita á þessum málum, ekkert frekar en meirihluti þjóðarinnar og held mig því alveg til hlés. Því er ekkert mjög ólíkt farið um efnið sem mig langar þó aðeins að fjalla um; Euro Nymphing, en þar er ég ekki einu sinni byrjandi, bara rétt aðeins kynnt mér og smakkað á.

Þegar ég fór að lesa mér til um Euro Nymphing þá fór mig strax að gruna að þetta væri eitthvert bandalag á milli Czech-, Polish-, Spanish- og French nymphing þannig að ég bakkaði aðeins og las mér til um þær aðferðir. Í rauninni hætti ég að skrifa þessa grein og setti hana á salt, en nú hef ég tekið hana úr salti, skolaði af henni eigin misskilning og skrifað upp á nýtt.

Það var alveg eins og mig grunaði, þessi frasi Euro Nymphing er ekkert annað en tilraun til að sjóða saman í eina krukku helstu aðferðum Evrópubúa til að veiða mjög þungar púpur sem festar eru á langan, grannan einþátta taum. Þessar aðferðir komu fyrst fram á sjónarsviðið upp úr 1980 í fluguveiðikeppnum sem mótleikur við hömlur sem settar voru við notkun ýmissa hjálpartækja s.s. tökuvara o.fl. Koll af kolli tóku landsliðin sig til og betrumbættu og aðlöguðu útfærslur vinningsliðs síðasta árs á þessari aðferð og á endanum varð úr það sem Ameríkanar kölluðu einu nafni; European Nymphing eða Modern Nymphing.

Kosturinn við allar þessar aðferðir er að það má í raun nota hefðbundna flugustöng og hjól, en vissulega má ná sér í sérstakar græjur ef áhuginn er brennandi. Einfaldasta útgáfan af græjunum gæti verið hefðbundin, frekar toppmjúka flugustöng #3, 10 fet eða lengri með viðeigandi large arbor hjóli. Í þessari einföldustu uppsetningu er ekki notuð flugulína heldur fyllir þú hjólið næstum því af undirlínu og setur fasta lykkju á endann.

Ef þú vilt alveg endilega nota flugulínu, þá spólar þú einfaldlega minna af undirlínu inn og getur þá valið um tvær útfærslur;

Gömul rennslislína: notast má við rennslislínu af gamalli flotlínu, helst léttri línu #3 eða #4. Þar sem rennslislína er jafn sver alla leið (e: level) skiptir ekki máli hvernig henni er spólað inn á hjólið. Á enda línunnar er gott að setja fasta lykkju ef hún er ekki til staðar.

Euro Nymphing lína: þú getur líka keypt sérhannaða Euro Nymphing línu fyrir þá stöng sem þú hyggst nota, en í fyrstu atrennu er það e.t.v. óþarfi.

Fremst á línuna eða undirlínuna setur þú sérhannaðan Euro taum sem getur verið allt frá 12 fetum og upp í rúmlega 30 fet að lengd eins og sá sem ég lærði að hnýta á námskeiði sem ég fór í s.l. vor.

eru 20 fet af 0X taumaefni sem tengt er flugu- eða undirlínu.

eru 3 fet af 2X taumefni.

eru 3 fet af 3X taumaefni.

eru 3 fet af 4X ljómandi / marglitu fluorocarbon taumaefni, tökuvarinn (e: sighter). Parturinn er tekinn í tvennt og hnýttur saman þannig að tveir góðir stubbar af efni standa út úr hnútinum til að auka sýnileika tökuvarans.

eru 3 fet 5X glæru fluorocarbon taumaefni, taumaendi.

Á milli hluta og er hafður tippahringur (e: tippet ring) þannig að tökuvarinn styttist ekki þegar skipt er um taumaendann.

Uppbygging taums og mögulega aðrir fylgihlutir taka annars mið af því hvaða afbrigði, eða öllu heldur rót Euro Nymphing þú ætlar að nota. Ég fer nánar í ræturnar á næstum vikum og það hvernig maður ber sig að við þessa aðferð sem kölluð hefur verið stuttlínu veiði.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com