Það er ýmislegt sem lærist með tímanum en það getur vafist töluvert fyrir byrjandanum í fluguhnýtingum í hvaða flugur hvaða krókar eru ætlaðir, þó ekki væri nema svona rétt um það bil. Ef maður dregur nú þessa eldgömlu sögu af mismun lengdar og sverleika vírs með öllum hliðarskrefum sem einhverjum datt í hug að taka þegar krókar voru hannaðir, þá má með þokkalegri nálgun staðsetja ákveðnar tegundir flugna á skalanum LEGGUR vs. VÍR:
Til glöggvunar á tegundum króka, þá eru númerin á myndinni skv. töflu frá Tiemco (TMC) en vert er að taka það fram að þessi númer eru alls ekki tæmandi yfir þeirra gerðir.
Senda ábendingu