Flýtileiðir

Fólk er misjafnt

Það kemur alveg fyrir að ég skil bara hvorki upp né niður í fólki sem er ekki eins og ég, en það er náttúrulega bara hið besta mál, þ.e. að fólk sé ekki eins og ég. Ég til dæmis verð oft svolítið hissa, í smá stund, þegar ég rekst á veiðimann sem vill ekki segja frá flugu, veiðistað eða veiðiaðferð berum orðum, en kemur þess í stað með einhverjar dulspekilegar tilvitnanir. Svo rifjast það upp fyrir mér að fólk er misjafnt og þá legg ég bara árar í bát, dreg í land og leyfi þeim að eiga allan sinn vísdóm út af fyrir sig. Kannski set ég viðkomandi í flokkinn dulvitringar en þá þarf hann líka að vera sérlega afundinn.

Það getur vissulega verið viðkvæmt mál að gefa upp góða veiðistað eða aðferð, en minnugur þess að ef það liggur fiskur í netinu mínu þegar ég tölti frá veiðistað, þá er nánast enginn möguleiki á að einhver annar veiði hann og mér er bara þægð í því að segja frá ef einhver spyr mig.

Eitt er það þó sem fer alveg ósjálfrátt í  pirrurnar hjá mér og það eru dulvitringar sem halda til á dulnetinu. Auðvitað á maður ekki að láta svona nokkuð pirra sig, en það gerir það nú samt. Dulvitringar á dulnetinu eru þeir sem svara saklausum fyrirspurnum á samfélagsmiðlunum með því að senda einkaskilaboð á þann sem spyr; Þú átt PM og við hin sitjum bara eftir og vitum ekki neitt. Blessunarlega eru til þeir aðilar sem láta eins og ekkert sé og svara hreint út og það þarf ekki gráðu í Tarotlestri til að ná innihaldinu.

Kannski eru fleiri en ég pirraðir á svona dulvitringum og þá mæli ég eindregið með því að menn leggist bara í sína eigin Google leit, leiti að veiðisögum og veiðitölum, kortum og loftmyndum og einfaldlega læri af því sem fyrir augu ber. Hver veit nema þú getir komist að einhverju sem dulvitringarnir hafa ekki hugmynd um og þú getir sjálfur, eftir að hafa prófað, gefið einhverjum öðrum góð ráð um flugu, veiðistað eða aðferð, opinskátt.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com