Flýtileiðir

Að finna upp hjólið

Heiðurinn af því að finna upp hjólið er almennt eignaður Súmerum sem voru uppi fyrir 5.500 árum þannig að það er eiginlega óþarfi að finna það upp aftur. Hjólið hefur þróast frá því að vera einfaldur trjábolur og til þess sem við þekkjum í dag. Á einhverjum tímapunkti sagði einhver, einhversstaðar, að nú væri komið nóg, kerruhjólið með leguhúsi, pílárum og gjörð væri endapunkturinn, ekki væri þörf á að betrumbæta það. En samt datt einhverjum í hug að losa sig við pílárana og fóðra gjörðina með mýkra efni, meira að segja loftfylltri blöðru.

Það er eiginlega alveg sömu söguna að segja af fluguhnýtingum. Það er töluverður fjöldi ára síðan að t.d. mjög góð fluga var fundin upp, segjum að hún hafi verið nefnd Black Gost og höfundur hennar hafi verið Herbert L. Welch. Það veit enginn hve margar lagfærðar útgáfur þessarar flugu hafa litið dagsins ljós frá því hún var fyrst hnýtt á Boston Sportsman‘s sýningunni árið 1927.

Eftir því sem ég kemst næst, þá var Herbert hin mestu öðlingur og umburðalyndur gagnvart tilraunum hnýtara til þess að finna Black Ghost hjólið upp, aftur og aftur og aftur. Hvort hann hafi samþykkt mína tilraun er svo aftur allt annað mál. Flugan virðist vera óskilgetið afkvæmi Dog Nobbler og Black Ghost og hafi eitt klukkustundum fyrir framan spegilinn og reynt að stæla Cat‘s Wisker.

Sumar flugur bera lagfæringarnar afskaplega vel og eru engum til ama. En aðrar flugur verða einfaldlega aldrei betri en fyrirmyndin eða eins og einn æringinn sagði; Láttu þetta bara eiga sig, þessari flugu verður ekki viðbjargað.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com