Flýtileiðir

Viðbragðið upp á við

Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvernig enska orðið troutsetting hefur verið þýtt á okkar ylhýra, ekki nema að einhver kannist við urriðaviðbragð, en þá er ég hræddur um að íslenskir veiðimenn geti ekki alveg samsvarað sig með enska frasanum. Enska orðið er haft yfir það þegar veiðimaður bregst við urriðatöku með því að lyfta stönginni snaggaralega upp til að tryggja fluguna.

Þó stórir urriðar séu ekkert einkamál íslendinga, þá eru þeir alls ekki útbreiddir um heimin, algengast að þeir séu meira í ætt við stubba sem bregðast þarf snaggaralega við og þá er fljótlegast að lyfta stönginni um leið og tekið er í línuna. Smá hliðarspor um stærðir fiska; Seinasta vor sat ég námskeið þar sem leiðbeinandi var að lýsa algengri stærð fiska erlendis. Hann rétti fram hálf krepptan lófann og sagði erlenda veiðimenn vera fullsátta við fisk sem næði rétt aðeins út úr lófanum sitt hvor megin. Til að undirstrika smæð fiskanna nefndi hann ákveðinn líkamspart sinn og sagði fiskana oft af svipaðri stærð. Á sama augnabliki gerði leiðbeinandinn sér ljóst að í salnum var kona og setti rauðan. Hvort það var játning hans á smæð líkamspartsins eða orðavalið sem fékk hann til að roðna læt ég ósagt látið. Datt í hug að láta þetta fljóta hérna með, bara svona að ganni.

En aftur að þessu erlenda urriðaviðbragði, að lyfta stönginni. Við vitum að þetta viðbragð hentar vel þegar taka þarf mikinn slaka af línunni eða þegar við erum að veiða þurrflugu. En þegar alvöru urriði er á hinum endanum og á milli okkar er straumfluga, þá getur þetta beinlínis losað fluguna úr fiskinum eða einfaldlega kippt henni frá honum. Urriðinn á það til að glefsa í flugu sem dregin er á tiltölulega miklum hraða, strippi, en hann tekur hana ekki af alvöru fyrr en hann hefur glefsað í hana einu sinni eða tvisvar. Ef við kippum flugunni frá honum, þá gefst honum ekki tækifæri til að taka hana eftir fyrsta glefsið.

Þegar við finnum glefsið eða nartið eins og margir kalla það, ættum við að halda hæð stangarinnar óbreyttri, taka frekar þétt í línuna en ekkert of langt. Ef urriðinn hefur verið að glefsa þá getur hann glefsað aftur, jafnvel tekið af alvöru og þá er okkur óhætt að lyfta stönginni til að eiga við hann, notað stöngina til að tempra ófyrirséð viðbragð hans og álagið á taum og flugu.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com