Slepptu

Ég ætla rétt að vona að lesendur haldi ekki að ég sé einhver gægjupervert, en ég bara kemst stundum ekki hjá því að fylgjast með öðrum veiðimönnum á veiðislóð. Maður getur grætt alveg helling á því að fylgjast með öðrum og í mínu tilfelli, fundið ástæðu fyrir smá grein eða ábendingu.

Góð línustjórnun, fyrir og í miðju kasti er alltaf eitthvað sem maður tekur eftir. Sumum er það ósjálfrátt að leiðbeina línunni sem liggur laus frá hjóli og að fyrstu lykkju þegar þeir lengja í kastinu eða leggja línuna fram. Undir ýmsum kringumstæðum er þetta kúnst, það er svo margt sem getur verið til trafala þegar línan á að renna fyrirhafnarlaust út úr topplykkjunni.

Svo hefur það komið fyrir að maður sér þá sem halda fast um stöngina, með báðum höndum og klemma línuna með annarri hendinni við korkinn, slaka samt aðeins á gripinu þegar þeir vilja lengja í. Það er beinlínis eins og þeir hafi gleymt að losa um takið á stönginni með óvirku hendinni eftir síðustu baráttu. Í stað þess að línan leiki annað hvort alveg laus eða renni létt og lipurt í gegnum óvirku höndina í kastinu, þá þarf hún að troðast á milli handar og korks sem dregur stórlega úr hraða hennar. Slepptu, annað hvort hendinni af stönginni eða línunni alveg.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com