Dómadalsvatn 8. júlí 2021

Á leið okkar ofan úr Fellsendavatni á fimmtudaginn, komum við stuttlega við í Dómadalsvatni. Það er ólíkt með vötnunum norðan Tungnaár að vatnsstaða virðist almennt vera með ágætum sunnan árinnar og því er einmitt svo farið með Dómadalsvatn.

Það sem af er sumri hefur vatnið gefið með ágætum, að sögn helst snemma morguns en það er vitaskuld háð því hvenær flugan eða lífríkið er í mestum blóma. Nú þegar líður á sumarið og hlé virðist vera á milli fyrra og síðara klaks flugunnar er veiðin að færast til jafns yfir daginn. Ef einhver tími dagsins ætti að vera betri en annar, þá væri það undir ljósaskiptin þegar hornsílið fer á stjá og fiskurinn kemur upp á grynningarnar.

Dómadalsvatn – Smellið á mynd fyrir fulla upplausn

Það var e.t.v. vegna veðurblíðu síðustu daga að ég sá ekki eitt einasta landrekið hornsíli á bökkum Dómadalsvatns þegar við veiðifélagarnir röltum inn með vatninu að vestan. Gróður virðist ekki vera kominn langt á leið í vatninu, örlítil rönd þó sem gera má ráð fyrir að hýsi einhver hornsíli sem fiskurinn ætti að sækja í.

Þegar ég kom að vatninu undir kvöldmat þá datt mér helst í hug að það hefði verið töluvert ásetið þennan dag. Fiskurinn virtist heldur skekinn eftir áreiti og hafði sig lítið í frammi. Við stöldruðum ekki lengi við, en á þeim tíma tókst mér þó að setja í og landa ágætum fiski sem var rétt um 55 sm. Vel haldinn, rennilegur urriði sem greinilega hafði átt ágæta daga. Það vakti þó athygli mína að hann var ekkert sérstaklega rauður á holdið sem gefur vísbendingu um að hann hafi mögulega misst af fyrra klaki flugunnar í sumar eða hún hafi ekki verið sérstaklega mikil.

Eftir annars tíðindalitla viðdvöl við vatnið þar sem við nutum fegurðar þess og umhverfis í ríku mæli þetta kvöld, héldum við inni að Löðmundarvatni þar sem biðu okkar óþreyjufull grisjunarnet sem vildu ólm komast út í vatnið.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com