Enginn bakkgír

Mistök eru oft eftirminnaleg, stundum svo mjög að þau ásækja veiðimenn í áratugi. Einn blogg-kunningi minn vestan Atlantsála á svona minningu sem hann velti upp á spjallsíðu ekki alls fyrir löngu. Þannig var mál með vexti að hann var við veiðar með föður sínum þar sem sá gamli setur í ótrúlegan fisk, trúlega fisk lífs síns sem var í það minnsta 70 sm urriði. Ég glotti reyndar aðeins þegar umræddum fiski var lýst sem tröllslegum, óviðjafnanlegum og algjörlega einstökum. En, hvað um það, þessi fiskur var svo rosalegur að faðirinn þurfti aðstoð við að háfa hann og sonurinn óð því út í og setti sig í stellingar að háfa fiskinn sem sá gamli beindi listilega að honum.

Rétt í þann mund sem sonurinn setti háfinn niður í vatnið, snýr fiskurinn sér um 90° og stefnir ekki lengur í netið, heldur á móti línunni. Í æsingi augnabliksins, hallar sonurinn sér fram og eltir fiskinn í vatninu með háfinn. Fiskurinn tekur þá vitaskuld snöggt viðbragð og beinlínis syndir fram úr flugunni sem fyrir augnabliki hafði setið föst í kjaftinum á honum.

Það grátlega við þetta allt er að umræddur klaufi er fiskatferlisfræðingur (vona að mér hafi tekist að þýða þetta skammlaust) og hann veit upp á hár að urriði getur aðeins synt í eina átt, áfram. Með því að koma svona aftan að honum og stugga við honum, hvatti hann því fiskinn til að taka á sprett og þar með losnaði flugan og hann hvarf sjónum.

Ef þú vilt háfa fisk örugglega, hafðu háfinn þá í vatninu áður en fiskurinn kemur í færi og í raun, hreyfðu háfinn sem minnst. Ef fiskurinn er á ferðinni og stefnir í háfinn, viljugur eða óviljugur, þá eru 33% líkur á því að þú þurfir aðeins að lyfta háfinu til að ná honum. Og ef ekki, þá getur þú allt eins gert tilraun til að háfa hann frá hlið ef hann snýr sér. Bara ekki elta fiskinn og mundu, ef þú ert til aðstoðar veiðimanninum, þá er það veiðimaðurinn sem segir til og tekur ákvörðun, það er ekki þitt á ákveða hvenær þú leggur til atlögu.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com