Bráðræði

Ég hef fengið að heyra að ég sé nokkuð bráður, það er bara kjaftæði, ég er bara snöggur að taka ákvarðanir, við flest annað en flugukastið. Ég á vanda til að gefa línunni allt of langan tíma í bakkastinu og þá fellur hún auðvitað, slær tauminum niður og skyndilega er engin fluga eða ekkert afl eftir í stönginni í framkastið. Ég hef svo sem engar áhyggjur af þessu, er að vinna mig út úr þessu, hef nægan tíma til að lagfæra þetta því ég ætla að vera mörg, mörg ár í veiði til viðbótar. Ég reynir að stytta tímann, finna það í stönginni þegar línan hefur rétt nægjanlega úr sér fyrir framkastið og reyna að halda úlnliðnum stífum eins og góður félagi minn þreytist aldrei á að benda mér á.

Þeir sem eru aftur á móti of spari á tímann eru eins og Indiana Jones, eintómir svipusmellir í tíma og ótíma. Þetta helgast af því að línan fær ekki nægan tíma til að rétta úr sér í bakkastinu og er skyndilega svipt í framkastið. Eina leiðin til að útiloka þessa svipusmelli er að gefa sér og línunni örlítið meiri tíma, hlusta með fingrunum á stöngina, þú finnur það þegar línan hefur náð jafnvægi, þá leggur þú ákveðið af stað í framkastið með jafnri hröðun.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com