Ný lína

Þessa dagana upplifa margir veiðimenn eða finna bara hjá sér óstöðvandi þörf að kaupa sér nýja flugulínu, því ekki endast flugulínur til eilífðar. Vissulega má framlengja líf flugulínunnar með ýmsum ráðum, helst ilvolgu baði og almennum þrifum, en það kemur alltaf að því að þær einfaldlega virka ekki sem skyldi lengur.

Það er að mörgu að hyggja þegar ný lína verður fyrir valinu, burtséð frá framleiðanda og gerð línunnar. Þegar allt hefur verið ákveðið og menn tilbúnir að taka upp veskið, þá er aðeins ein ákvörðun eftir; á maður að þiggja það að starfsmaður í veiðiversluninni setji línuna á hjólið eða ætlar maður að gera það sjálfur?

Ef maður er nú með hjólið með sér í búðarferðinni eða það sem enn skemmtilegra er, maður hefur keypt sér nýtt hjól í leiðinni, þá er ekkert því til fyrirstöðu að þiggja þetta boð og láta setja nýju línuna á hjólið. En svo eru það þeir sem eiga eftir að færa línur á milli hjóla eða spóla og verða því að segja nei, takk ég geri það sjálfur.

Það þarf væntanlega ekki að segja reyndum veiðimönnum að það er ekki saman hvernig línu er spólað inn á veiðihjól, en það eru mögulega einhverjir óvanir sem reka augun í þessa grein og þá gætu eftirfarandi leiðbeiningar gagnast. Fyrir utan hið augljósa, þ.e. að réttur endi línunnar eigi að fara fyrst inn á hjólið, oft með áföstum miða sem segir this end to reel eða eitthvað álíka, þá er alls ekki sama hvernig línan er tekin út af spólunni í pakkanum.

Stillið nýju línuna alltaf þannig af að hún spólist úr af geymsluspólunni að neðan og inn á fluguhjólið að neðan. Ef ekki er gætt að þessu, þá er hætt við að línan fari að vinda upp á sig í fyrstu köstunum því framleiðsluminni hennar er snúið við á fluguhjólinu.

Alls ekki taka nýju línuna út af geymsluspólunni í gormi, þá er hætt við að fyrstu köstin endi einmitt þannig.

Því miður hef ég nokkrum sinnum séð nýjar línur eyðilagðar vegna þess að þær eru settar rangt yfir á fluguhjólið og veiðimenn fara að strekkja línurnar í tíma og ótíma til að leiðrétta þessa skekkju, en það dugar skammt og gerir oft meira ógagn heldur en gagn ef öll línan er ekki tekin út af hjólinu og henni spólað inn aftur.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com