Lífsferill sjóbirtings

Í raun má segja að lífsferill sjóbirtings og sjóbleikju sé ekkert mjög frábrugðinn, ef undan er skilin valkvæð hegðun bleikjunnar að taka upp sjógönguhegðun eða ekki. Urriði af sjóbirtingsstofni virðist alltaf hafa þá hvöt / þörf að ganga til sjávar. Hér að neðan gefur að líta lífsferil urriða sem elst upp í ferskvatni en gengur til sjávar um leið og líkamsburðir og aðstæður leyfa.

Fyrstu ár sjóbirtings í ferskvatni eru í nær engu frábrugðin venjulegum vatnaurriða. Algengast er að birtingurinn hrygni í ám eða lækjum, en við heppileg skilyrði getur hann hrygnt í stöðuvötnum. Oftast er hrygningartímabil hans frá því í byrjun september og fram undir lok október.

Hrogn urriðans klekjast út í mars og fram í maí, allt eftir hitastigi vatnsins. Kviðpokaseiði urriðans hafa skamma viðdvöl í hrygningarmölinni, aðeins tvo mánuði að jafnaði og halda þá út í vatnsbolinn, stöðuvatn eða straumvatn. Smærri seiðinn halda þó til í lygnara vatni að jafnaði, en með auknum vexti eykst fæðuþörfin og seiðin færa sig út í straumþyngra vatn eða út í stöðuvötn þar sem fæðuframboð er meira.

Þegar birtingurinn hefur náð tveggja til fimm ára aldri, þá gengur hann til sjávar í apríl til maí og dvelur allt að átta vikum í sjó áður en hann gengur aftur upp í ferskvatnið. Bæði geldfiskur og hrygningarfiskur gengur til sjávar, en dvelja veturinn í ferskvatni.

Helstu heimildir: Nokkur atriði varðandi lífsferil laxfiska, Árni Ísaksson Veiðimálastofnun 1980.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com