Flýtileiðir

Biðröð eða kássa

Það hefur verið sagt um íslendinga að þeir viti ekki hvað biðraðamenning sé. Það kemur ekki oft fyrir að það myndist biðröð á tiltekinn veiðistað í vatnaveiðinni, ástæðan ætti að vera augljós, það er yfirleitt nægt pláss fyrir alla við vötnin og engin ástæða til þess að tveir eða fleiri bítist um að vera á einum ákveðnum stað. Að vísu eru til þeir veiðistaðir sem eru svo vinsælir að menn standa nánast öxl við öxl, bak í bak og telja í kastið þannig að næstu menn taki ekki upp á sama tíma og allar línur fari í flækju. Mér dettur ákveðin staður við Þingvallavatn og góð saga úr Veiðivötnum í hug þegar ég set þetta niður á lyklaborðið. Þetta er sjaldnast vandmál þegar samstilltir veiðifélagar eru á ferð, en auðvitað kemur fyrir að einhver sker sig úr hópinum og gerir bara það sem honum sýnist, það er þó undantekning.

Undantekningarnar eru veiðimenn sem stendur á sama. Þeim stendur á sama um svigrúm næstu manna til veiða og ef þeir sjá smugu, þá troða þeir sér í hana. Ef smugan er ekki til staðar, þá einfaldlega planta þeir sér við hlið ysta manns, helst mjög nærri honum og taka gjarnan hálft hliðarskref nær honum í hverju kasti.

Ráðið við þessu er í raun svo einfalt að það tekur því ekki að nefna það; skiptast á. Það eru síðan til ýmsar útfærslur og viðbætur sem má koma sér saman um; skipta þegar einn hefur fengið fisk, ½ klst. á kjaft eða eitthvað annað viðmið. Lykillinn fellst í samkomulaginu, ef það skortir þá er eins víst að biðröðin breytist í kássu.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com