Urriða- og laxaseiði eru oft samkeppnisaðilar um æti í vistkerfum sem þessar tvær tegundir laxfiska deila. Skyndileg fjölgun af annarri tegundinni getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir afkomu hinnar tegundarinnar. Hér að neðan gefur að líta lífsferil urriða sem elst upp í lokuðu vistkerfi, stöðuvatni, og tekur ekki upp sjógönguhegðun.

Algengast er að urriði hrygni í ám eða lækjum, en við heppileg skilyrði getur hann hrygnt í stöðuvötnum. Oftast er hrygningartímabil urriðans frá því í byrjun september og fram undir lok október. Dæmi eru þó til um að urriði hrygni alveg fram í janúar.
Hrogn urriðans klekjast út í mars og fram í maí, allt eftir hitastigi vatnsins. Kviðpokaseiði urriðans hafa skamma viðdvöl í hrygningarmölinni, aðeins tvo mánuði að jafnaði og halda þá út í vatnsbolinn, stöðuvatn eða straumvatn. Smærri seiðinn halda þó til í lygnara vatni að jafnaði, en með auknum vexti eykst fæðuþörfin og seiðin færa sig út í straumþyngra vatn eða út í stöðuvötn þar sem fæðuframboð er meira.
Almennt verður urriðinn kynþroska á fimm til sjö árum, en fjölmörg dæmi eru um afar seinþroska urriða sem verða ekki kynþroska fyrr en sjö til átta ára.
Helstu heimildir: Nokkur atriði varðandi lífsferil laxfiska, Árni Ísaksson Veiðimálastofnun 1980.
Senda ábendingu