Lífsferill sjóbleikju

Hin síðari ár hafa ýmsar rannsóknir farið fram á lífsferli heimskautableikjunnar. Þessi sérstaki stofn lifir aðeins á norðurhveli jarðar og er sú ferskvatnstegund sem hefur nyrsta útbreiðslu. Síðustu áratugi hefur áberandi breyting orðið á vistkerfi norðurhvels jarðar og sterkar vísbendingar eru um að bleikjan sé sífellt að færa sig norðar og norðar á hvelið eftir því hvernig hlýnun jarðar vindur fram. Fyrstu sterku vísbendingarnar um þessar breytingar má merkja í atferli sjóbleikju. Hér gefur að líta lífsferill bleikju sem elst upp í ferskvatni en tekur upp flökkueðli sjóbleikju um tíma eða öll sín fullorðinsár.

Frumbernska sjóbleikjunnar er í engu frábrugðin þeirrar staðbundnu þar til göngumunstur gerir var við sig hjá hluta stofnsins. Eins og áður hefur verið getið, þá getur bleikja sem á staðbundna foreldra tekið upp á því að ganga til sjávar hvenær sem er á lífsleiðinni, svo fremi hún hafi vöxt og tækifæri til sjógöngu. Það eru fyrst og fremst líkamlegir burðir bleikjunnar sem ráða því hvenær á lífsleiðinni hún gengur fyrst til sjávar.

Frá náttúrunnar hendi er bleikjan þó undir það sett að geta aðeins lifað í nokkrar vikur í senn í fullsöltum sjó, yfirleitt fjórar til sex vikur, að hámarki átta vikur. Það vekur þó athygli að þessi eiginleiki hverfur ekki hjá bleikjunni þótt kynslóðir ákveðins stofns hafi eingöngu alið aldur sinn í ferskvatni. Opnist leið til sjávar úr einöngruðu lífkerfi getur bleikjan, líffræðilega séð, tekið upp á því að ganga til sjávar og það sem meira er, hún gerir það.

Sjógönguhegðun bleikju er ekki bundinn við kynþroska fisk, geldfiskur gengur einnig til sjávar, en almennt hefur bleikjan ekki sjógöngu fyrr en hún nær 18 – 26 sm lengd. Kynþroska fiskur gengur til sjávar um leið og fyrstu ísa leysir og geldfiskurinn fylgir fast á eftir. Að sama skapi hverfur kynþroska fiskur fyrst til uppruna síns til þess að hrygna, geldfiskurinn nokkru síðar. Dæmi eru raunar um ákveðin vatnasvæði þar sem mjög óljós skil eru á milli sjávar og ferskvatns og þar virðist bleikjan vera á sífelldu rápi á milli svæða, að öllum líkindum lætur hún æti stjórna för. Yfirleitt heldur sjóreiður sig í innan við 50 km fjarlægð frá heimahögunum, en einhver dæmi eru um tvö eða fjórfalda þá vegalengd sem hún fer í sjó. Að vori étur bleikjan helst rauðátu (krabbadýr sem er 2 -3 sm að lengd) en þegar líður á sumarið fækkar rauðátu og þá færir bleikjan sig yfir í önnur krabbadýr, marflær og aðra hryggleysingja, jafnvel smáfisk (síli). Vöxtur bleikju í sjó er mjög hraður eða um 70% á hverju sumri, mestur hjá geldfiski og getur numið 6 – 10 sm. Hratt dregur úr vaxtarhraða bleikju við kynþroska og er hann þá ekki nema 0,5 – 6 sm.

Sjóganga bleikjunnar er nokkuð regluleg eftir að hún hefst, en kynþroska fiskur á það þó til að sleppa stöku ári úr og halda sig eingöngu í ferskvatni það árið. Flækingar sjóbleikju eru þekktir og eru það geldfiskar sem ganga ekki endilega upp í heimaá sína úr sjó, en þegar kynþroska er náð þá ganga þær nær undantekningalaust aftur upp í sína heimahaga og hrygna þar.

Helstu heimildir: Nokkur atriði varðandi lífsferil laxfiska, Árni Ísaksson Veiðimálastofnun 1980.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com