Flýtileiðir

Lífsferill laxa

Lífsferill laxfiska á Íslandi er í nokkrum atriðum frábrugðinn á milli tegunda og þá ekki síst hjá þeim hluta laxfiska sem ganga í sjó einhvern hluta æfi sinnar. Hér gefur að líta nokkur atriði varðandi lífsferil laxa.

Laxinn tekur út mestan vöxt sinn meðan hann dvelur í sjó. Fyrstu árin sem laxinn dvelst í ferskvatni nær hann að verða 20 – 40 gr að þyngd og stækkar frá því að vera 2,5 sm kviðpokaseiði upp í að verða 12 – 15 sm gönguseiði. Það er á þessum árum að laxinn er hve viðkvæmastur fyrir afráni, s.s. fugla og minks. Afrán annarra laxfiska, bleikju og urriða, hefur einnig verið talið nokkurt, en það er ekki sannað svo óyggjandi sé.

Kviðpokaseiði nærast á eigin forða, en um leið og forðinn klárast verða þau að leita sér næringar í smávöxnum skordýralirfum og eru þá kominn í samkeppni við ungviði annarra laxfiska, helst urriða.

Þegar laxinn dvelur í sjó, yfirleitt eitt til fjögur ár, margfaldar hann þyngd sína og talið er að hann nái á fyrsta ári sínu í sjó um að verða 2,5 kg. Það er því augljóst að hann þarf töluverða fæðu meðan hann dvelur í sjónum og er þar af leiðandi afar háður ástandi sjávar og lífríkisins í honum.

Þegar laxinn hefur náð hrygningaraldri gengur hann aftur í uppeldisá sína á tímabilinu maí og fram í október, fyrst sunnan- og vestanlands, síðan norðan og austan. Þeir laxar sem ná að lifa hrygninguna af dvelja veturinn í ánni en ganga síðan aftur til sjávar og dvelja þar í eitt eða tvö ár áður en þeir ganga aftur í árnar til hrygningar.

Athugið að allar tölur um stærð og vöxt eru afar mismunandi eftir ám og árferði, en þær gefa nokkra mynd af þeim breytingum sem laxinn tekur á lífsleiðinni.

Helstu heimildir: Nokkur atriði varðandi lífsferil laxfiska, Árni Ísaksson Veiðimálastofnun 1980.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com