Hraunsfjörður 2.4.2021

Það er nú ekki frá miklu að segja eftir fyrstu ferð okkar í veiði á þessu ári. Við brugðum okkur úr dal yfir á nes og kíktum í Hraunsfjörðinn og nýttum þann hluta hans sem ekki var undir ís. Veðrið lék raunar við okkur og fjörðurinn skartaði sínu fegursta í votti af vori.

Ég notaði tækifærið til að prófa nýja línu í köldu vatninu og var bara nokkuð sáttur við útkomuna, það litla minni sem í henni var þegar hún kom út af hjólinu var fljótt að fara og hún var lítið sem ekkert að stífna í kuldanum.

Ekki urðum við óyggjandi vör við fisk, en grunar þó sterklega að einn slíkur hafi verið að sniglast við grjótgarðinn, það var nú allt og sumt af lifandi fiskum.

Eini fiskurinn sem kom á land var hjá félaga mínum sem náði að endurdrepa dauða flundru eftir að hafa húkkað í hana. Það kæmi mér reyndar ekkert á óvart að sú flundra hafi einfaldlega frosið í hel í síðustu viku, en það koma örugglega hlýindi eftir þessa helgi og þá fara bleikjurnar væntanlega á stjá.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com