Flýtileiðir

Að raða í boxin

Þegar maður stendur sig að því að skrifa um sama efnið, ár eftir ár, þá er það vísbending um að maður hefur ekkert lært eða einfaldlega ekki staðið við gefin loforð um hitt eða þetta. Ég efast ekki um að einhverjir lesendur hafa rekið augun í greinar hér um bestu aðferðina til að raða flugum í boxið sitt og hér kemur enn ein sem ætlað er að peppa sjálfan mig upp.

Eftir að hafa gert ýmsar tilraunir til að koma reglu á fluguboxin mín, þ.e. þau sem ég er venjulega með á mér, þá sé ég mig knúinn til að einfalda málið allverulega. Flest fyrri loforð mín hafa einfaldlega gufað upp á innan við fjórum veiðiferðum, ef þau komust þá nokkurn tímann til framkvæmda, eins og sjá má af þessari mynd. Þarna úir og grúir öllu saman og ekkert finnst.

Einfaldasta leiðin til að raða í boxin er að byrja í vinstra horninu uppi og lesa boxið frá vinstri til hægri, niður opnuna og yfir á næstu síðu, rétt eins og bók. Mér hefur lærst að raða boxinu mínu þannig að ég byrja á minnstu flugunum og fikra mig síðan upp í stærðum. Þar sem geymsluboxunum mínum er raðað upp eftir tegundum flugna, sköpulagi og litasamsetningum, þá er ekki góður kostur að raða beint úr þeim í vasaboxin. Þess í stað tek ég mig til og pikka úr geymsluboxunum yfir á pappírsörk í svipaðri, eitt box í einu þar til ég hef gripið allar flugurnar sem ég tel álitlegar það og það vorið, sumarið eða haustið. Já, einmitt. Það er líka eitt, ég er hættur að gera ráð fyrir því að nota sama vasaboxið allt tímabilið. Þegar fer að líða á sumarið, álitlegustu flugurnar breytast eftir því sem líður á sumarið.

Það er ekki fyrr en ég er búinn að raða á pappírinn að ég raða í vasaboxin og geri mitt allra besta til að halda röðinni samkvæmt stærð, ekki falla í þá gryfju að setja uppáhaldsflugurnar fremst eða þær sem ég hef mesta trú á. Ég veit náttúrulega ekkert með ykkar veikleika, en minn er einfaldlega sá að ef uppáhaldsflugurnar eru þarna efst, þá les ég eingöngu fyrstu málsgreinina í boxinu mínu og fer ekkert lengra niður. Nýjar flugur, ekkert síðri, lenda oft sem neðanmálsgreinar sem fæstir lesa nokkurn tímann.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com