Endurbirting

Það er hverjum manni holt að þekkja sín takmörk. Ég á mér mörg takmörk og meðal þeirra er fluga sem heitir Rektor. Lengi vel var takmarkið að hnýta þessa flugu þannig að ég væri sáttur við útkomuna. Ég horfði endalaust á höfundinn hnýta hana og þóttist alltaf vera að ná henni, en þegar upp var staðið var ég aldrei nægjanlega sáttur við útkomuna.

Það eru einhver ár síðan ég setti uppskriftina að Rektor hér inn á síðuna með mynd og myndabroti af höfundi hennar, Kolbeini Grímssyni hnýta hana. Sjálfum fannst mér það alltaf ljóður á þessari færslu minni að myndin af flugunni var afleit, þannig að úr varð að ég leitaði til mér mikið færari hnýtara, Stefáns Bjarna Hjaltested og bað hann hnýta Rektor sem ég mætti nota sem módel í myndatöku. Mér fannst það liggja beinast við að fá Stefán til að hnýta þessa flugu, lærisvein og veiðifélaga Kolbeins Grímssonar.

Rektor Kolbeins Grímssonar – hnýtt af Stefáni Bjarna Hjaltested

Nú hef ég uppfært þessa færslu mína með myndum af handbragði Stefáns Bjarna og þykir mér við hæfi að geta þessa í dag, fyrsta dags Febrúarflugna 2021. Kolbeinn Grímsson hefði nefnilega orðið 100 ára á þessu ári, fæddur 10. desember 1921 á Austurbakka við Brunnstíg í Reykjavík. Kolbeinn lést í ársbyrjun 2006, en úr starfi mínu innan Stangaveiðifélagsins Ármanna, þá mætti telja að Kolbeinn væri enn í fullu fjöri, svo oft ber hann á góma þar.

Hólmfríður Kolbeins Grímssonar – hnýtt af Stefáni Bjarna Hjaltested

Þennan mánuð ætla ég að vanda að hnýta þær flugur sem Kolbeinn er einna þekktastur fyrir, meira að segja Rektor því ég veit að urriðinn er ekki nándar nærri eins kræsinn á útlit flugna eins og ég.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com