Bestur

Gefum okkur nú að þú, lesandi góður, sért algjör nýgræðingur í stangveiði á flugu en viljir einfaldlega verða besti fluguveiðimaður allra tíma. Byrjum smátt og segjum að þú viljir verða sá besti á Íslandi, algjör óþarfi að vera með heimsyfirráð eða dauði pælingar í fyrstu atrennu. Ég held að þú getir orðið það, ef þú nærð að tékka við öll þau atriði sem hér fara á eftir. Þetta eru atriði sem ég pikkaði upp á netinu og höfð eru eftir 10 heimsþekktum veiðimönnum:

S – stendur fyrir spurningar. Spurðu alltaf bestu spurninganna, ekki endilega þeirra flóknustu, heldur þeirra sem koma þér að bestu gagni. Það er enginn spurning heimskuleg, aðeins sú sem aldrei kemur fram.

J – stendur fyrir járnvilja. Það þarf járnvilja til að skara framúr. Sýndu einlægan ásetning þinn í að verða bestur og farðu alltaf eftir viljanum, ekki slaka á. Ef þú hefur ekki þennan járnvilja, þá nærðu ekki einu sinni að klára að lesa þessa grein.

Á – stendur fyrir ástríðu. Hafðu ótæmandi ástríðu fyrir fluguveiði. Án ástríðunnar, þá er fluguveiði aðeins kvöð og þú endist ekki lengi.

L – stendur fyrir leiksvið. Vötnin, árnar og lækirnir þurfa að vera þitt leiksvið í lífinu. Þarna þarft þú að vinna þína stærstu sigra og þar færðu verðlaunin.

F – stendur fyrir frábær. Þú þarft að vera hreint út sagt frábær á þurrflugu, straumflugu eða með púpu til að verða bestur. Ef eitthvað af þessu vantar, þá nærðu ekki í mark.

– stendur fyrir spámaður. Þú þarft að vera slíkur spámaður að þú getir sagt fyrir um hvað fiskurinn gerir, hvað hann borðar og hvar hann liggur. Ekkert gisk, bara hreinn og klár spámaður, rétt eins og Móses.

B – stendur fyrir bakkann. Þú þarft að vera tilbúinn til þess að eyða óteljandi klukkustundum á bakkanum án þess að gera nokkurn skapaðan hlut annan en fylgjast með.

L – stendur fyrir leit. Þú þarft endalaust að vera að leita að því rétta, hvort sem það er flugan, línan, stöngin eða hjólið. Ef þú hættir að leita, þá ertu fastur í sama farinu.

E – stendur fyrir endalausan tíma. Þegar þú eyðir 20 x 10 klukkustundum í stangveiði, þá áttu séns í að vera sá besti. 10 x 10 klukkustundir nægja þér aðeins til að halda í horfinu, allt þar undir er merki um hrörnun.

K – stendur fyrir kastið. Þú þarft að vera búinn að mastera kastið, gera það óaðfinnanlegt, létt og lipurt en með nægum krafti til að ná lengra en allir hinir.

K – stendur líka fyrir kapphlaup. Vertu viss um að þú hafir nægt úthald, þetta verður kapphlaup út í hið óendanlega því það verður alltaf einhver á hælunum á þér, tilbúinn að taka sætið þitt sem sá besti.

I – stendur fyrir að innbirgða. Þú verður að innbirgða allt sem sagt er við þig um fluguveiði og það sem meira er, þú þarft að skilja það og meðtaka.

N – stendur fyrir nákvæmni. Þú verður að ná slíkri nákvæmni í köstin að þú náir að skjóta annan vænginn af fiskiflugu á 20 metra færi án þess að hún fatti það og fljúgi aðeins í hringi þaðan í frá.

G – stendur fyrir græjur. Þú verður að eiga allar flottustu græjurnar; stöng, línu og hjól.

U – stendur fyrir undraverður. Þú verður að vera undraverður hnýtari, annars ertu ekki með flestar og bestu flugurnar. Það er flugan sem veiðir, ekki þú.

Ef þú telur þig geta merkt við alla þessa bókastafi, þá veistu hverju hausinn á þér er fullur af og þá veit ég að þú kannt ekki að telja. Þetta eru nefnilega 11 atriði, ekki 10. Eitt þeirra kemur frá mér sjálfum þó ég sé hreint ekki nálægt því að vera einn af þeim bestu. Mér nægir að vera ég í dag og stefni á að vera örlítið betra eintak af sjálfum mér á morgun. Þér til sárabóta, þá hefðir þú náð 37 stigum í skrafli fyrir að leggja þessa bókstafi saman og mynda orðið.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com