Á mínu heimili er brauðskápur í eldhúsinu og einhverra hluta vegna verða þessar pokalokur alltaf eftir í skápnum þótt brauðið sé löngu búið. Raunar hefur þeim farið fækkandi, þessum litlu plastflipum á síðustu árum og því ekki víst að allir eigi svona pokaloku tiltæka, en þá má alveg athuga hvort gömul gítarnögl frá rokk- eða pönkárunum leynist ekki einhversstaðar ofan í skúffu.
Mér hefur ekkert alltaf gengið jafn vel að brjóta saman geislana á fjöðrum þegar ég er að vesenast með hringvöf á flugu, sumar fjaðrir eru einfaldlega óstýrlátari heldur en aðrar. Svo var mér bent á að klippa V í svona pokaloku og nota hana til að leggja geislana aftur. Það var svo um daginn að þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég rakst á þetta myndband Tim Flaglers og datt í hug að miðla þessu til lesenda:
Senda ábendingu