Flýtileiðir

Betri

Tökum okkur nokkrar sekúndur í að virða fyrir okkur góðan kastara. Það sem fyrir augu ber er veiðimaður sem hefur fullt vald á stönginni og línunni, kastar með tignarlegum hreyfingum og afraksturinn er lína sem rennur eftir ímynduðu kasthjólinu í fallegum boga, réttir þannig úr sér og leggst þráðbeint fram. Góður kastar hefur ánægju af því að kasta, einfaldlega vegna þess að hann kann það og þessi ánægja, alveg hverju menn halda fram, sést á kastaranum. Þetta er ekki ofsafengin gleði, hún kemur aðeins hjá mönnum eins og mér sem slysast til að eiga eitt og eitt gott kast, þetta er innri ánægja sem felur í sér rósemd.

Ég þekki nokkra veiðimenn sem trúa því statt og stöðugt að þeir verði betri veiðimenn með því að kasta betur. Ekki dettur mér í hug að efast um gildi þess að kasta vel fyrir veiðimenn, en það eitt gerir engan að betri veiðimanni. Góður kastari ræður yfir ákveðinni nákvæmni í kastinu, hann hefur meiri möguleika á að setja fluguna niður þar sem hann vill og þannig aukið möguleika sína sem veiðimanns, eða hvað?

Í mörgum ám tíðkast það að veiðimenn verða að kaupa sér veiðileiðsögn og veiðileyfi. Hlutverk veiðileiðsögumannsins er að fræða veiðimanninn um ánna, benda á bestu veiðistaðina hverju sinni og hvar eigi að setja fluguna niður þannig að fiskurinn láti glepjast og taki hana. Svo þekki ég líka nokkra sem eru snillingar í framreiðslu og kaffiuppáhellingum á bakkanum, sannkallaðir veislukokkar undir berum himni, en það er allt önnur saga. Og þó? Ef veiðimaðurinn nær nú ekki með nokkru móti að setja fluguna niður á tilgreindan stað og fær engin viðbrögð, þá hefur gædinn um tvennt að velja; kasta fyrir viðkomandi veiðimann (þeir eru flestir mjög lunknir kastarar) eða hella upp á gott kaffi á bakkanum, flauta veiðimanninn uppúr og hleypa öðrum að staðnum. Ef veiðimaðurinn er aftur á móti barasta ágætur kastari og fer eftir leiðbeiningum og setur fluguna niður á hárréttum stað, þá gæti nú ýmislegt skemmtilegt gerst.

Þetta var e.t.v. ekki góð dæmisaga en inntakið í þessum pælingum mínum er einfaldlega að ef einhver ætlar að verða góður veiðimaður, þá þarf hann að innihalda dágóðan skammt af kastara og annað eins af leiðsögumanni. Mér liggur meira að segja við að segja að góður veiðimaður kemst upp með að vera heldur lélegur kastari ef hann veit í það minnsta hvar hann á að reyna að setja fluguna niður. Hæfileg blanda er best, þannig fær maður ekki óbragð í munninn eins og þegar maður húkkar fisk.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com