Flýtileiðir

Þarf alltaf að vera bling?

Það er gömul vísa og sígild í fluguhnýtingum að setja eitthvað bling á fluguna til að ná frekar athygli fiskins. Blingið getur verið af ýmsum tegundum og gerðum; tinsel, flashabou, þrívíddarflashabou (holographic), crystal hair, chrystal flash, pearl flat tinsel, oval (french) tinsel ofl. ofl.

Með tíð og tíma hef ég aðeins dregið úr öllu þessu blingi og farið að skilja laufléttar athugasemdir mér reyndari veiðimanna hér um árið að „Það er nú óþarfi að setja svona marga þræði“. Að vísu hef ég á sama tíma tekið ákveðnu ástfóstri við búkefni í straumflugur sem inniheldur töluvert af blingi, bæði fyrir dagsljós og UV hin síðari ár. Þetta efni kemur vissulega mikið í staðinn fyrir flatt eða rúnað tinsel í búkvöf.

Eins og svo oft áður, þá var það grein á vefnum sem vakti mig aðeins til umhugsunar um gildi alls þessa blings á flugum. Það hefur alveg komið fyrir að mér hefur fundist blingið fæla fiskinn frá, frekar en laða hann að flugunni. Helst hefur mér fundist þetta þá örfáu daga sem sólinn er sérstaklega skær, ekki ský á himni og allt glitrar sem glitrað getur í vatninu. Þá hef ég prófað að velja flugu með aðeins minna bingi og jafnvel gengið betur.

Eins finnst mér þetta tilfellið þegar fiskur styggist eða er að upplagi tregur til töku. Það er stundum eins og fiskar séu jafn gamlir og maður sjálfur, verða einfaldlega pirraðir af öllu áreitinu og hætta alveg að bregðast við því sem fyrir þá er lagt. Ég er svolítið svona þegar kemur að tónlist, á meðan ungviði hoppar og skoppar í takt við eitthvað glimmerpopp, þá kýs ég að setjast út í horn og bíða eftir einhverju kröftugu, þungu og einsleitu rokki, helst hráu í átt við pönk. Þá getur litli puttinn farið að hreyfast hjá mér.

Þegar kemur að litlum flugum, sem er auðvitað matsatriði hvers veiðimanns, þá hef ég verið heldur spar á glimmerið nema ég sé einfaldlega að taka til á hnýtingarborðinu mínu og vöndla öllum afklippum sem ég finn á öngul og geri einhverja öfgaglitrandi púpu úr öllu saman. Síðari ár hef ég frekar unnið með heita reiti á púpur (e: hotspots) og nota þá gjarnan UV eða orange í kraga eða skott frekar en glimmer.

Nú ber ekki að skilja þetta sem svo að ég spari allt bling, ég hnýti allar flugur með mismiklu blingi til að eiga þær fyrir allar mögulegar aðstæður. Nei, ég hnýti þær næstum allar eins og nota einfaldlega taumaklippurnar mínar til að fækka þráðunum ef mér finnst þær eitthvað of glannalegar þegar á hólminn er komið.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com