Flýtileiðir

Veiðivötn 2020 – IV hluti

Þá er komið að síðustu greininni sem unnin verður upp úr skoðanakönnun okkar um Veiðivötn 2020. Veður og veðurfar er veiðimönnum sérstaklega hugleikið og því þótti við hæfi að fá mat veiðimanna á veðrinu í Vötnunum s.l. sumar. Eins og aðrir svaröguleikar sem gefnir voru upp, þá voru þeir sem tengdust veðrinu sniðnir að huglægu mati veiðimanna, ekki var beðið um vindstig, sólarstundir eða hitatölur.

Til samanburðar við svör veiðimanna eru hér birtar upplýsingar sem unnar hafa verið úr veðurathugunum frá opnun stangaveiðitímabilsins þann 18. júní og fram til loka þess 21. ágúst. Vinsamlegast athugið að þessar upplýsingar eru einskorðaðar við veðurtölur frá kl. kl. 08:00 til kl.23:00 þannig að þær ná aðeins til þess tíma sem veiðimenn eru alla jafna á ferli í Vötnunum.

Eins og sjá má var meirihluti veiðimanna (65%) á því að lofthiti hafi verið svipaður í ár eins og undanfarin ár. Álíka hlutfall var á milli þeirra sem töldu það hafa verið hlýrra eða kaldara heldur en undafarin ár og það hafa greinilega einhverji 10 lent í töluverðum kulda og aldrei upplifað annað eins í Vötnunu (2%).

Hér að neðan má sjá hitatölurnar í Vötnunum eins og þær voru skráðar í veðurathugunum og hefðu átt að koma við skinn veiðimanna frá kl.8:00 til 23:00 á stangaveiðitímanum:

Þegar meðaltalshiti júní, júlí og ágúst fyrir fimm ár er reiknað út frá veðurathugunum, kemur í ljós að hitastigið umrædda mánuði í sumar var í raun undir meðaltali áranna 2016 til 2019 sem er 8,06 °C en nokkru hlýrra heldur en árin 2017 og 2018.

Til gamans var spurt um mat veiðimanna á sólarstundum í sumar sem leið. Hvort kom á undan, eggið eða hænana í þessu tilfelli er erfitt að segja, en það var eftirtektarverð fylgni á milli þeirra sem svöruðu því til að það hefði verið glampandi sól eða heiðskírt flesta daga og þeirra sem veiddu mjög vel eða gerður góða veiði. Til gaman var afstaða annarra sem voru í Vötnunum á sama tíma athuguð og þá kom í ljós að þeir sem voru almennt með lélega eða slaka veiði, voru á þungbúnari veiðistöðum. Það skildi þó aldrei vera að afli hafi áhrif á viðhorf manna til veðurs eða þá öfugt?

Mat veiðimanna á vindi og vindstyrk er nokkuð sem hægt er að bera saman við veðurathugnir og þar verður hver og einn að staðsetja sinn tíma í Veiðivötnum því ekki var farið fram á nákvæma tímasetningu veiðiferða í skoðanakönnuninni.

Það má geta sér þess til að þeir sem upplifðu veðrið sem fárveður hafi lent í einhverjum þeirra 5 toppa sem vindmælirinn setti í tölu yfir 20 m/sek. Annars virðist vindur hafa verið nokkuð spakur að jafnaði, en vissulega gerði strekking inn á milli. Áberandi vindakaflar eru í vikum 25. 27. 29. 31. og 33. þar sem meðalvindur var rétt undir eða náði yfir 10 m/sek.

Ekki var sérstaklega spurt um úrkomu í skoðanakönnuninni, en oft hefur nú sést meiri útkoma í Vötnunum heldur en þetta á liðnum árum. Einhverjir hafa þó eflaust vöknað eitthvað í úrhellinu um miðja 29. viku og rigningakaflanum sem stóð í rúma viku frá lokum 31. vikur og út 32. viku.

Því miður eru mælingar á vatnshita í Veiðivötnum ekki tiltækar og því lítin samanburð að hafa við mat veiðimanna á hitastigi vatnanna. Það sem réð því að þessi spurning var höfð með í könnuninni voru þær getgátur að vötnin hefðu verið kaldari í sumar en oft áður og því leitaði fiskurinn meira út í dýpið.

Miðað við álit veiðimanna hér að ofan, þá er skýringa á breyttum aflabrögðum ekki að leita í lakari vatnshita. En þetta er náttúrulega ekki hávísindaleg könnun, meira í gamni gerð og vonandi hafa veiðimenn haft gaman og mögulega eitthvert gagn af því að rýna í niðurstöðurnar.

Kærar þakkir, allir 222 sem tóku þátt í þessari könnun, hver veit nema maður rekist á einhvern ykkar næsta sumar í Vötnunum. Ég er í það minnsta að fara aftur og ég ætla að taka með mér heilsökkvandi línu á flugustöngina, mér sýnist nefnilega að þeir sem veiddu djúpt hafi almennt verið sáttir við sitt og það var greinilega betra veður á þá líka. Ef eitthvað er að marka valfrjáls skilaboð sem svarendur settu inn, þá eru veiðimenn almennt harðákveðnir í að fara aftur í vötnin næsta sumar, eða eins og einn sagði; Það þarf meira til en eitt dapurt ár til að ég hætti að fara.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com