Flýtileiðir

Veiðivötn 2020 – II hluti

Það væri ekki veiðin ef ekki væru vötnin og fiskurinn. Þegar FOS.IS setti þessa könnun af stað var leynt og ljóst verið að leita að því hvort veiðin hefði færst eitthvað til, þ.e. hvar þessir 18.336 fiskar hefðu fengist og þá ekki endilega í hvaða vötnum, heldur hvar í þeim og hvaða brögðum veiðimenn beittu til að ná þeim. Upplýsingar um veiðitölur í einstaka vötnum liggja fyrir á heimasíðu Veiðivatna.

Veiðimenn eiga sér oft sína uppáhaldsstaði, þegar þeir staðir bregðast þá leita margir á önnur mið, prófa nýja staði og jafnvel önnur vötn heldur en þeir heimsækja alla jafna. Aðrir sitja bara sem fastast á sínum gömlu, góðu stöðum og bíða þess að fiskurinn komi í kastfæri. Í þessari skoðanakönnun var gerð tilraun til þess að kortleggja hvar veiðimenn hefðu fengið fisk og hve margir hafi farið fisklausir heim úr þeim vötnum sem þeir prófuðu.

Alls bárust 1.519 svör frá 222 veiðimönnum undir þessum lið í könnuninni. Fjöldi svara fyrir hvert vatn var vitaskuld mismunandi, þau eru jú mis vinsæl vötnin í Veiðivötnum. Hér að neðan má sjá niðurstöðurnar úr þessum lið könnunarinnar. Í fyrrihlutanum eru tölurnar sá fjöldi svara sem var á bak við hvern valkost í vötnunum.

ARNARPOLLUR – 72 SVÖR
BREIÐAVATN – 73 SVÖR
ESKIVATN – 47 SVÖR
GRÆNAVATN – 129 SVÖR
HRAUNVÖTN – 161 SVÖR
KRÓKSPOLLUR – 22 SVÖR
KVÍSLARVATN – 34 SVÖR
KVÍSLARVATNSGÍGUR – 38 SVÖR
LANGAVATN – 76 SVÖR
LITLA-BREIÐAVATN – 50 SVÖR
LITLA-FOSSVATN – 55 SVÖR
LITLA-SKÁLAVATN – 58 SVÖR
LITLISJÓR – 189 SVÖR
NÝJAVATN – 55 SVÖR
ÓNEFNDAVATN – 58 SVÖR
ÓNÝTAVATN – 66 SVÖR
ÓNÝTAVATN-FREMRA – 40 SVÖR
PYTTLUR – 40 SVÖR
SKÁLAVATN – 66 SVÖR
SKYGGNISVATN – 27 SVÖR
SNJÓÖLDUVATN – 71 SVAR
STÓRA-FOSSVATN – 102 SVÖR

Þegar þessar tölur eru skoðaðar, þá kemur í ljós að fæstir fóru fisklausir heim úr Litlasjó eða 14% svarenda. Þar á eftir kemur Snjóölduvatn þar sem 17% fóru fisklausir heim. Snjóölduvatn er einnig það vatn þar sem flestir veiddu á nýjum stöðum, eða 11% svarenda. Það kann að skýrast af því að margir lögðu leið sína í vatnið í fyrsta skipti. Í gegnum árin hefur mér virst nokkuð samhengi vera á milli þess að þegar tregt er í Litlasjó, þá sækja menn í Snjóölduvatn til að fá fiðringinn eftir rólegan dag.

Að lokum eru hér samandregin öll svörin. Athugið að hér er um hlutfallstölur að ræða, ekki fjölda:

HLUTFALL SVARA – 1.519 SVÖR

Það kemur ef til vill á óvart hve fastheldnir veiðimenn voru á sína veiðistaði, aðeins 7% veiddu á nýjum stöðum. Að vísu má bæta við einhverjum prósentustigum þeirra sem veiddu bæði á sömu stöðum og einhverjum nýjum, en það er áberandi að 32% veiðimanna héldu sig á kunnuglegum slóðum. Vissulega er hlutfall þeirra sem ekki fengu fisk nokkuð hátt (42%).

Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem veiddu á annað borð, þá eru þeir sem veiddu mest á sömu stöðum 55%, þeir sem veiddu á sömu stöðum eða einhverjum nýjum 33% og þeir nýjungagjörnu 12%:

HLUTFALL SVARA AÐ UNDANSKYLDUM ÞEIM SEM EKKI FENGU FISK

Næsta grein um niðurstöður þessarar könnunar kemur hér innan tíðar og þá verður aðeins kíkt á agnið sem veiðimenn notuðu helst í Veiðivötnum árið 2020.

 

2 svör við “Veiðivötn 2020 – II hluti”

 1. Davíð Halldór (@davidhalldor) Avatar

  Flott og fróðleg könnun, kann að meta framlagið.

  Líkar við

 2. Kristján Friðriksson Avatar

  Takk fyrir kommentið. Þetta varð e.t.v. aðeins umfangsmeira en til stóð, gerði mér ekki alveg grein fyrir því í upphafi hve marga vinkla væri hægt að taka á þessa úrvinnslu. Vona að þetta sé að skila sér þokkalega, samt sem áður.
  Mbk. Kristján

  Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com