Flýtileiðir

Veiðivötn 2020 – I hluti

Töluverðar umræður voru í sumar um gang mála í Veiðivötnum. FOS.IS lék forvitni á að vita hvernig veiðimenn litu til sumarsins í baksýnisspeglinum og setti því skoðanakönnun í gang þann 25.okt. þar sem nokkrar almennar spurningar voru lagðar fram um upplifun veiðimanna í Veiðivötnum í sumar sem leið. Ekki stóð á viðbrögðum og svörum. Alls svöruðu 222 þessari könnun sem opin var í viku og margir hverjir nýttu tækifærið að koma ábendingum og persónulegri sýn á framfæri í frjálsum texta. Það hefur því verið úr miklu efni að moða síðustu vikur og fyrirséð að niðurstöðurnar birtist í nokkrum færslum hér á síðunni.

Eins og tekið var fram í könnuninni, er hér ekki um hávísindalega könnun að ræða og því kunna einhver viðmið að hafa komið þátttakendum spánskt fyrir sjónir, en vonandi skýrast þau þegar niðurstöðurnar birtast hér.

Það er óumdeilanlegt að stangveiði í Veiðivötnum var dræm í sumar sem leið, alls veiddust 17.570 fiskar á stangveiðitímabilinu, 18.336 þegar stangveiði á netaveiðitímanum hefur verið bætt við. Skv. vef Veiðivatna þarf að leita aftur til áranna 2014 og 2015 til að finna svipaðar veiðitölur. Í könnuninni var spurt um álit manna á hvoru tveggja; aflabrögðum urriða og bleikju. Alls bárust 375 svör við þessum tveimur spurningum og skiptast svör þáttenda sem hér segir:

Skipting svara þeirra 222 sem svöruðu spurningunni um urriðaveiðina voru sem hér segir:

Skipting þeirra 153 svara sem bárust um bleikjuveiðina var sem hér segir:

Sömu tölur í fjölda svarenda talið voru sem hér segir, urriðaveiðin fyrst:

Og bleikjuveiðin:

Þótt yfirgnæfandi fjöldi svarenda hafi ekki riðið feitum hesti úr Veiðivötnum í sumar, þá gerðu 5% svarenda betri veiði en áður, 11% góða veiði þótt hún hafi stundum verið betri og 20% til viðbótar voru sáttir við sitt. 36% svarenda voru því sáttir við aflabrögðin eða meira en það. Nær ómarktaækur munur var á þeim sem skipuðu sér í þessa flokka eftir bleikjuveiði eingöngu (39%) eða urriðaveiði eingöngu (34%). Þó freistast maður til að draga þá ályktun að meiri tíma hafi verið eytt í bleikjuveiði í sumar heldur en undanfarin ár og því hafi fleiri gert sína bestu veiði í bleikjunni hingað til.

Með þessum fyrstu spurningum könnunarinnar voru fengnir 5 viðmiðunarhópar sem notaðir voru til frekari úrvinnslu og aðgreiningar svara. Meðal þess sem tekið var saman var hvar þessir 5 mismunandi hópar hefðu helst sett í fisk í vatninu. Þar sem vísað er til dýpis var viðmið gefið í könnuninni:

  • Á grunnu vatni (minna en 1 metra dýpi)
  • Á miðlungs dýpi (1 – 3 metra dýpi)
  • Djúpt (meira en 3 metra dýpi)

Þeir sem höfðu gert sína bestu veiði (5% svara) töldu sig helst hafa sett í fisk á eftirtöldum svæðum:

Þeir sem gerðu góða veiði, þó hún hafi stundum verið betri (11% svara) náðu fiski helst:

Þeir sem voru þrátt fyrir allt sáttir við sitt (20% svara) fengu fisk helst:

Stærsti hópurinn, þ.e. þeir sem töldu aflabrögðin vera slök og höfðu oft gert betri veiði (43% svara) settu helst í fisk:

Þeir sem reka lestina, í fleiri en einum skilningi, voru þeir sem töldu veiðina beinlínis hafa verið lélega, aldrei verri (21% svara) veiddu helst:

Skv. þessu er nokkuð ljóst að miðlungs dýpið (1 – 3 metrar) og dýpra (meira en 3 metrar) hafa verið gjöfulasta dýpið í sumar og skyldi engan undra:

Síðar í könnuninni var spurt um veiðistaði í þeim vötnum sem svarendur prófuðu í sumar, hvaða agn menn hefðu helst notað o.fl. Svör og niðurstöður þeirra spurninga verða birt hér á FOS.IS í næstu greinum.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com