Ekki alls fyrir löngu var gerður skurkur í að breyta aðeins virkni og upplýsingum sem aðgengilegar eru á vötnunum hér á síðunni. Meðal þess sem þarfnaðist lagfæringa voru tenglar á veðurathuganir og verðurspár sem er að finna á síðunum. Áður en endanlega var gengið frá þessu lagði ég smá skoðanakönnun fyrir lesendur síðunnar um þær spásíður sem þeir styddust helst við:
Eins og sjá má þá hafði Veðurstofa Íslands vinninginn með tæpla helming þeirra 189 atkvæða sem voru greidd í þessari könnun. Næst á eftir kom YR.NO með 27% og í þriðja sæti var Blika með 12%. Aðrar veðurspá fengu nokkuð færri atkvæði.
En mér fannst sagan ekki öll sögð þegar hingað var komið og nú tóku við nokkrir dagar þar sem ég kíkti á veðurspánna á helstu spávefjunum fyrir næsta laugardag. Fjórar verðurathuganastöðvar urðu fyrir valinu; Hveravellir, Blönduós, Reykjavík og Kirkjubæjarklaustur (Klaustur). Þetta er náttúrulega ekki vísindaleg úttekt, en gefur e.t.v. einhverja vísbendingu um hver stöðvanna náði að spá þokkalega rétt fyrir laugardeginum. Ég leyfði mér að merkja með bláu letri þá spá á hverjum degi sem næst var veðrinu eins og úr varð á laugardeginum.
Hveravellir | Veðurspá 24/8 | Veðurspá 26/8 | Veðurspá 27/8 | Veðurspá 28/8 | Veðurathugun 29/8 |
vedur.is | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
blika.is | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|
windy.com | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|
yr.no | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|
Blönduós | Veðurspá 24/8 | Veðurspá 26/8 | Veðurspá 27/8 | Veðurspá 28/8 | Veðurathugun 29/8 |
vedur.is | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
blika.is | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|
windy.com | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|
yr.no | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|
Reykjavík | Veðurspá 24/8 | Veðurspá 26/8 | Veðurspá 27/8 | Veðurspá 28/8 | Veðurathugun 29/8 |
vedur.is | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
blika.is | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|
windy.com | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|
yr.no | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|
Kirkjub.klaustur | Veðurspá 24/8 | Veðurspá 26/8 | Veðurspá 27/8 | Veðurspá 28/8 | Veðurathugun 29/8 |
vedur.is | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
blika.is | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|
windy.com | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|
yr.no | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Ef eitthvað er að marka þessa athugun, þá hefur Veðurstofa Íslands vinninginn, þar á eftir Blika og fast á hæla hennar er YR.NO Þetta rímar því ágætlega við niðurstöðu könnunarinnar sem lögð var fyrir lesendur FOS.IS




Senda ábendingu