Flýtileiðir

Dómadalsvatn 29. ágúst 2020

Ekki er allt búið enn, það eru enn nokkrir urriðar eftir í Dómadalsvatni. Miðað við það hve Dómadalsvatn skrapp hressilega saman síðasta sumar, þ.e. 2019, þá átti ég alveg eins von á einhver afföl hefðu orðið í urriðastofni vatnsins. Veiðitölur sumarsins hafa aftur á móti blásið á þessar áhyggjur mínar og enn gefur vatnið þótt komið sé undir mánaðarmót ágúst – september. Gígurinn í vatninu er trúlega enn dýpri heldur en mig grunaði og getur geymt mjög marga fiska í þurrkatíð.

Dómadalsvatn eins og það leggur sig – smellið fyrir stærri mynd

Að vísu var ekki alveg eins mikið líf með urriðanum á laugardaginn eins og oft áður í sumar. Með enn einni hringferð um vatnið tókst okkur veiðifélögunum þó að særa eina 6 fiska upp, alla vel haldna og flotta fiska, og að þessu sinni tókum við þá við norðaustur og austurbakka vatnsins. Eitthvað hefur lækkað í vatninu á síðustu tveimur vikum, en það er þó langt því frá jafn lítilfjörleg og í fyrra.

Það er aðeins farið að hausta að Fjallabaki, en veðrið um helgina var hreint út sagt frábært og það var talsverð umferð fólks á svæðinu sem nutu þess í botn að sjá landið klæða sig hægt og rólega í litskrúð haustsins. Það var e.t.v. einmitt þessar litabreytingar sem urðu til þess að ég smellti í þessa mynd af fjöllunum þarna í bakgrunninum.

Við bílastæðið í Dómadal er þetta verklega skilti. Einhverjir hafa eflaust furðað sig á þessu skilti, það vísar jú bara beint á Dómadalshálsinn og ekkert vatn að sjá í þá áttina sem örin vísar. Raunar er ekkert Lifrafjallavatn þarna í grennd, ekki einu sinni þótt víðar væri leitað. Fjöllin á efri myndinni heita Lifrarfjöll og vatnið sunnan þeirra heitir Lifrarfjallavatn. Svo rammt hefur kveðið að þessum r-skorti að nafnið Lifrafjöll og Lifrafjallavatn hefur laumað sér inn á nokkur kort og í ýmsan texta.

Þrátt fyrir þennan r-skort, þá er alveg óhætt að fylgja örinni, eftir u.þ.b. 20 mín gang upp og yfir Dómadalshálsinn kemur maður að fallegu Lifrarfjallavatni. Þennan stutta spöl hef ég ætlað mér að taka í sumar, en ekki enn orðið af. Ekki er þó öll nótt úti enn, sjáum til hvort ég láti verða að því áður en vetur gengur í garð.

Bleikjur í ferð
0 / 0
Bleikjur alls
3 / 33
Urriðar í ferð
2 / 4
Urriðar alls
83 / 49
Veiðiferðir
22 / 23

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com