Nördakrukka

Hér kemur smá ráð fyrir þá sem eru hættulega langt leiddir af nördisma. Þegar þið safnið sýnishornum af pöddum, ekki geyma þær í plastboxi. Litlar glerkrukkur með skrúfuðu álloki eru mun endingarbetri og ekki eins hætt við að opnast ef þær kremjast eða verða fyrir hnjaski.

Að safna sýnishornum af vatnalífverum sem fyrirmyndum fyrir fluguhnýtingar er trúlega ein besta leiðin til að ná eftirlíkingu í formi flugu sem hægt er að hugsa sér. Þar sem formalín liggur ekki alveg á lausu fyrir okkur flugunördana, þrátt fyrir sögusagnir um ákveðnar bleikjur sem geymdar eru árum saman í slíkum vökva, þá má nota ólitað spritt eða própanól í krukkuna. Geymslutími er þó takmarkaður þar sem alkóhólið vinnur smám saman á vefjum og getur aflitað skordýrið.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com