Að skilja ekki baun

Mér skilst að það sé til fjöldi manna sem nær því aldrei nákvæmlega hvað flugukastið gengur út á. Það virðist vera alveg saman hve mikið þeir æfa sig eða hve lengi þeir stunda standaveiði, þeir bara ná ekki tengingu við flugukastið. Þar með er ekki sagt að þeir séu eitthvað verri kastarar heldur en næsti maður, langt því frá. Þessir veiðimenn hafa þróað með sér vöðvaminni umfram skilning og í sannleika sagt, þá öfunda ég þá. Mitt vöðvaminni er oft á tíðum alveg á skjön við það sem ég man í kollinum. Til að muna eitthvað, þá þarf ég að skilja og til að skilja þarf ég oft að kafa djúpt, mjög djúpt. Ég hef aldrei tekið rökum eins og það er bara þannig, af því bara eða það veit hver maður. Ég verð meira að segja svolítið þversum þegar einhver bætir orðinu heilvita á milli það veit hver og maður. Kannski hef ég eytt of miklum tíma í að ná skilningi og á meðan hefur vöðvaminnið mitt vanist á einhverja vitleysu sem ég næ ekki úr því aftur.

Ég hef lesið greinar þar sem því er staðfastlega haldið fram að til að verða góður kastari þá þurfi maður að skilja. Oft er orðið þurfa beinlínis feitletrað þannig að enginn sem ekki skilur, þorir að viðurkenna að hann skilur hvorki upp né niður í því hvernig á kasta, hann kastar bara. Páfagaukar virðast ekki vera sérstaklega óhamingjusamar skepnur en stundum er talað um páfagaukalærdóm manna eins og hann sé upprunninn í því neðra. Lærdómur er lærdómur, sama hvort hann er kenndur við páfa eða gauk og á meðan hann skilar ágætu eða góðu kasti, þá finnst mér engin ástæða til að draga úr ágæti þess.

Trúlega hjálpar það að vísu eitthvað á leiðinni að góðu kasti að vita eitthvað smáræði um kastferilinn, ákveðið stopp og hröðun línunnar. Það þarf bara ekkert að flækja þetta of mikið þannig að menn mikli hlutina fyrir sér og fælist frá. Stundum er einfaldlega best að halda þessu KISS, keep it simple stupid, setjast niður og hugsa einfaldar hugsanir og vera ekkert að pæla of djúpt.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com