Flýtileiðir

Að byrja stórt

Ölfusá er vatnsmesta á Íslands með meðalrennsli upp á 423 m3/sek. Einhverjum kann því að finnast það skjóta skökku við að ég hvetji nýliða til að hugsa smátt í ljósi þess að ég byrjaði mína veiði í ós Ölfusár. Auðvitað er það freistandi og eftirsóknarvert að setja í stóra fiska og helst marga, en það er e.t.v. ekki eins algengt eins og samfélagsmiðlarnir gefa til kynna. Ég hef t.d. ekki hugmynd um fjölda þeirra ferða sem ég fór vestur í ós eða út á Engjar áður en ég fékk minn fyrsta fisk upp úr Ölfusá, en þær voru margar.

Það að eyða nokkrum ferðum, dögum, jafnvel vikum í að eltast við örfáa fiska er miklu mun algengara heldur en 60 sek. snöpp veiðimanna gefa til kynna. Venjulegur dagur er sjaldnast uppfullur af tökum, baráttu og endalausum fiski. Það verður að hafa í huga að snöppin þurfa alls ekki að vera í rauntíma, viðkomandi veiðimaður er búinn að kasta flugunni ansi oft áður en fyrsti fiskur kemur á land og er festur á mynd. Mögulega kemur næsti fiskur ekki ….. fyrr en næsta dag, en þá er einfalt mál að skeyta báðum tökunum saman í 60 sek. með æðisgengnum viðureignum, trophy myndatökum í lokinn og fræi að stórveiðimanni er sáð á samfélagsmiðlana.

Stórar ár og veiðisvæði, hvort sem það er klasi af mörgum vötnum eða stakt vatn, geta útheimt margar heimsóknir bara til að kynnast þeim. Finna réttu fluguna, línuna og ekki síst, finna sjálfan sig. Það er ekkert sjálfgefið að veiðimaður tengi við vatn um leið og hann mætir á staðinn. Stundum er auðveldara að byrja smátt, þ.e. finna sér lítið og nett vatn með ágætri veiðivon áður en lagt er af stað í stóru vötnin eða stríðu árnar. Stangveiði í vötnum snýst ekki síst um það að finna út úr hlutunum sjálfur, prófa sig áfram og í raun æfa sig, æfa sig og æfa sig. Ef veiðimaður er duglegur, stundar áhugamálið af kappi, þá rennur sá dagur upp að fjöldi fiska tekur kipp, met falla og byrjandinn getur sett saman sitt eigið 60 sek. snapp með mörgum, mörgum flottum fiskum. Þangað til er einfaldast að stilla væntingunum í hóf, aflahæstu árnar og vötnin náðu ekki sæti sínu með fjölda fiska í vatninu, heldur veiðimönnum sem kunnu að laða þá til sín og ná þeim á land. Það gerist ekki á einni nóttu.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com