Flýtileiðir

Ef eitthvað klikkar

Sumir segja að hjólið sé einhver merkilegast uppgötvun mannsins og sé á listanum yfir 10 mikilvægustu uppgötvanir hans, rétt á eftir eldinum. Ég vil meina að krókurinn sé líka á þessum top 10 lista. Enginn veit fyrir víst hvenær hann kom fyrst fram á sjónarsviðið en fyrstu krókarnir komu fram löngu áður en menn réðu við að bræða málm eða berja hann til hlýðni við hugmyndir sínar. Að öllum líkindum voru fyrstu krókarnir mótaðir úr beini fyrir um 42.000 árum síðan, sel það ekki dýrar en ég keypti það. Krókurinn er ekki flókið fyrirbrigði en ef einhvern hluta hans vantar, þá skerðist notagildi hans verulega.

Augað er ekki endilega bráðnauðsynlegt. Lengi vel voru krókar án auga og komu nú samt að ágætum notum og enn eru bindir krókar fáanlegir og notaðir af hnýturum fyrir ákveðnar tegundir flugna. Ef augað er aftur á móti til staðar, þá er vissulega betra að augað sé vel formað, vel opið en þó lokað þétt upp við legginn þannig að girnið eða taumaendinn smokrist ekki úr því.

Blindur krókur

Leggurinn þarf að vera jafn og vel formaður annars er hætt við að hann brotni við átak. Rétt eins og keðjan sem brestur á veikasta hlekknum, þá brestur krókurinn þar sem hann er þynnstur, gjarnan við beygju á bug. Annar staður sem krókurinn er veikur fyrir getur verið við agnhaldið. Já, þrátt fyrir allt þá eru krókar með agnhaldi ennþá útbreiddari heldur en agnhaldslausir krókar. Ef agnhaldið er skorið of djúpt, þá hættir krókinum til að vera veikur einmitt við oddinn.

Það er ekki aðeins að maður verður að nota ping testið þegar maður leggur af stað í að hnýta flugu. Það sem augað sér, er það sem flugan fer á og því er eins gott að þekkja og velja góða króka sem eru vel gerðir áður en fluga er hnýtt. Mér finnst í það minnsta fátt leiðinlegra heldur en kasta flugu sem ég hef haft fyrir því að hnýta yfir veturinn og krókurinn brotnar um leið og flugan lendir í fyrirstöðu eða uppi í fiski eða einfaldlega yfirgefur tauminn þegar minnst varir.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com