Flýtileiðir

Framvötn 11. júlí 2020

Eins og vodka martini renndum við í hlað við Landmannahelli klukkutíma fyrir miðnættið á föstudaginn, sem sagt hrist og skekin eins Bond vill hafa það. Þar sem ferðalag okkar hófst uppi á Sprengisandi lá beinast við að fara veg 208 niður að gatnamótum við Landmannaleið (F225). Enn þann dag í dag skil ég ekki hvers vegna þessi skollans partur fær ekki F-forskeytið, mér datt oftar en einu sinni F-orðið í hug þegar ég keyrði þar yfir urð og grjót og þvottabretti til skiptis.

Við gerðum ýmislegt veiðitengt þarna um kvöldið, en ekkert að því kemur til umfjöllunar í þessari grein. Ef einhver hefur áhuga á að lesa um það má gera það á heimasíðu Ármanna með því að smella hérna.

Það var síðan ekki fyrr en vel eftir hádegi á laugardaginn að við gerðum okkur ferð inn að Herbjarnarfellsvatni. Mikið ósköp var nú kuldalegt við vatnið, snjór niður í vatn á nokkrum stöðum og það var beinlínis kuldalega grátt, enda urðum við ekki vör við nokkurn einasta fisk á ferli. Við nýttum okkur tækifærið og settum slatta af snjó í slöngu til að fríska upp á kælikassann okkar.

Oft hefur Dómadalsvatnið leikið við okkur á miðjum degi og því ákváðum við að kíkja þangað fyrst við vorum ekki með neitt annað á dagskrá fram yfir kvöldmat. Vatnið var ekki alveg eins kuldalegt og Herbjarnarfellsvatnið en það var nú samt á því smá græn slikja sem gaf nýlegri bráðnun merki.

Við Dómadalsvatn

Við veðjuðum á að fara inn með vatninu að vestan og freista þess að baða nokkrar flugur. Leikar fóru svo að ég fékk nokkrar undirtektir við hinum og þessum flugum, en veiðifélagi minn fékk þó fisk sem í ungæðishætti sínum lét glepjast af gylltum Nobbler með brúnu skotti. Þar sem viðkomandi fiskur var ekki pönnutækur var honum skilað aftur í vatnið og verður vonandi orðinn stór og sterkur á næsta ári.

Það atvikaðist reyndar þannig að við ásamt félaga okkar í Ármönnum sem hafði slegist í hópinn um kvöldmatarleitið, gátum ekki staðist kvöldstilluna og heimsóttum vatnið aftur upp úr kl.22 en lutum í lægra haldi fyrir kaldri dalalæðunni sem lagðist yfir Dómadalinn um miðnættið án þess að hafa sett í fisk.

Dalalæðan við Landmannahelli – smellið fyrir stærri mynd

Systir læðunnar í Dómadal gerði sig einnig heimakomna við Landmannahelli þannig að við fórum fljótlega í bólið eftir að hafa notið útsýnisins og kyrrðarinnar og veiddum ekkert meira á stöng þessa helgina. Rétt aðeins af ástandi Landmannaleiðar (F225) niður á Landveg; vegurinn er miklu mun betri heldur en 208, skil ekkert í fólki sem velur efri leiðina niður í Framvötn.

Bleikjur í ferð
0 / 0
Bleikjur alls
3 / 32
Urriðar í ferð
1 / 0
Urriðar alls
34 / 20
Veiðiferðir
16 / 17

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com