Vatnaveiði á töngum

Grein sem birtist í fréttablaði VEIDA.IS árið 2012. Eitthvað hafa áherslur og upplifun breyst á þeim árum sem liðið hafa, en flest stenst þetta tímanns tönn.

Þar sem ég er töluverður vaðfugl, þ.e. veð töluvert oft út í vatnið og ‚auðvitað‘ lengra en þörf er á, verður mér stundum svolítið kalt í vöðlunum mínum. Þá getur verið gott að leita upp á bakkann og oftar en ekki verður einhver tanginn fyrir valinu hjá mér. Þetta geta verið dulmagnaðir staðir, stutt í fiskinn og oft töluverð traffík við þá sem markast af því að bleikjur ganga oft hring eftir hring í vatninu eða einhvern hluta þess. Og takið eftir; þær synda oftast réttsælan hring hér á Íslandi, við erum jú á norðurhveli jarðar. Af urriðanum fer aftur á móti það orðspor að hann syndi fram og til baka, hvort sem það er nú rétt eða ekki.

Hvort heldur sem er, urriði eða bleikja, þá liggur leið þeirra framhjá tanganum á einhverjum tímapunkti og merkilegt nokk, í stað þess að synda vel útfyrir tangann, þá styttir fiskurinn sér leið og færist því nær okkur þegar hann fer fyrir tangann. Það er því auðveldara að ná til hans, ekki bara á meðan hann er beint fyrir framan okkur heldur einnig þegar hann nálgast okkur á hægri hönd og hverfur okkur á þá vinstri.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com