Ef þú hefur einhvern tímann eytt heilu kvöldi í að sortera kúlur sem hafa óvart blandast saman, þá ertu örugglega til í að heyra af einfaldri lausn til að aðskilja mismunandi stærðir í hrúgunni.
Náðu þér í eitthvað sem líkist tilraunaglasi, t.d. svona túpu sem fylgir með blómvöndum. Fylltu hana með slatta af kássunni og hristu upp og niður í smá stund. Vittu til, smæstu kúlurnar raða sér á botninn, þær næst smæstu þar fyrir ofan og svo koll af kolli þar til þær stærstu eru á toppnum. Svona má sortera kássuna án þess að pikka eina og eina úr hrúgunni.
Senda ábendingu